Lífið

Strompreykir enn þrátt fyrir krabbameinið

Patrick Swayze reykir enn, þó hann sé nýgreindur með krabbamein í brisi. Reykingar þykja almennt ekki heilsubætandi, hvað þá sé maður að berjast við krabbamein. Sé eitthvað hæft í sögusögnum um að hann eigi aðeins nokkrar vikur ólifaðar, er ekki víst að honum þyki það skipta miklu.

Þrátt fyrir að vera þekktastur fyrir afð leika dansara og hetjur í hasarmyndum hefur Swayze reykt þrjá pakka á dag í fjölda ára. Reykingamenn eru tvisvar sinnum líklegri en aðrir til að fá krabbamein í brisi, en honum hefur þó ekki tekist að losa sig við nikótínpúkann.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.