Umfjöllun: Tryggvi afgreiddi Valsmenn í lokin Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. september 2008 10:00 Tryggvi Guðmundsson skoraði tvö mörk beint úr aukaspyrnum og lagði síðan upp það þriðja í 3-0 sigri FH á Valsmönnum í Kaplakrikanum í gær. Fréttablaðið/Stefán FH vann auðveldan og sanngjarnan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum Vals í Kaplakrika í gær. FH-ingar voru miklu betri aðilinn allan leikinn en það tók sinn tíma að komast á blað. Tryggvi Guðmundsson skoraði tvö mörk úr aukaspyrnu og lagði upp það þriðja. Það verður að segjast eins og er að fótboltinn í fyrri hálfleik var ekki merkilegur og leikurinn í raun hundleiðinlegur. FH-ingar stýrðu umferðinni en þeim gekk afar illa að skapa sér færi. Sóknarspil Valsmanna var aftur á móti í algjörum molum og þeir ógnuðu FH-ingum afar lítið. Valur tapaði baráttunni um miðjuna og sendingafeilarnir ákaflega margir og liðinu gekk ekkert að halda boltanum innan liðsins. Meistararnir voru hreint út sagt lélegir.Glæsilegt mark frá TryggvaFréttablaðið/StefánMarkalaust í leikhléi en aðstæður hjálpuðu svo sem ekki leikmönnum en það var nokkuð hvasst, kalt og rigndi hressilega á köflum. Síðari hálfleikur hófst á svipaðan hátt og sá fyrri. FH reyndi að brjóta niður Valsvörnina og stíflan brast ekki fyrr en rúmlega 25 mínútur voru eftir af leiknum. Þá skoraði Tryggvi glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu og kom FH yfir.Tryggvi lagði síðan upp mark fyrir Matthías áður en hann skoraði aftur beint úr aukaspyrnu en Tryggvi hafði heppnina með sér þar sem boltinn breytti um stefnu á varnarveggnum og Kjartan var varnarlaus.FH-ingar gengu frá leiknum á tólf mínútna kafla og á meðan sat Willum Þór, þjálfari Vals, með hendur í skauti á bekk Vals og gerði ekkert til að breyta gangi mála. Hann skipti ekki inn af bekknum fyrr en leikurinn var búinn en hann hefði átt að skipta mönnum inn miklu fyrr enda leikur liðsins ekki upp á marga fiska.Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn er þar með enn í járnum en Valsmenn hafa misst af lestinni og táknrænt að þeir skyldu endanlega tapa slagnum þar sem þeir unnu titilinn í fyrra.Hundraðasta markiðSeinna mark Tryggva í gær var hans hundraðasta í efstu deild. Hann fagnaði með því að sýna sérhannaðan bol með rómverska tákninu C sem þýðir hundrað.„Ég fór til Valsarans Henson í vikunni og bað hann um að gera þennan bol fyrir mig. Sagði honum að ég myndi skora tvö gegn Val og því yrði bolurinn að vera klár. Hann fór nú bara að hlæja, kallinn," sagði Tryggvi léttur en hann fór ekki í bolinn fyrr en í hálfleik.„Það var markalaust í leikhléi og það gekk ekki. Við urðum að gera eitthvað og því skellti ég mér í bolinn."Tryggvi gerir ráð fyrir að það verði barátta um titilinn fram í lokaumferð.„Keflavík vann líka og mér skilst að þeir hafi verið svolítið heppnir. Það er því bara áframhaldandi barátta og við verðum að vinna alla okkar leiki til að verða meistarar. Það er ekkert flóknara en það," sagði Tryggvi sem hrósaði áhorfendum fyrir að mæta og þá sérstaklega Mafíunni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjá meira
FH vann auðveldan og sanngjarnan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum Vals í Kaplakrika í gær. FH-ingar voru miklu betri aðilinn allan leikinn en það tók sinn tíma að komast á blað. Tryggvi Guðmundsson skoraði tvö mörk úr aukaspyrnu og lagði upp það þriðja. Það verður að segjast eins og er að fótboltinn í fyrri hálfleik var ekki merkilegur og leikurinn í raun hundleiðinlegur. FH-ingar stýrðu umferðinni en þeim gekk afar illa að skapa sér færi. Sóknarspil Valsmanna var aftur á móti í algjörum molum og þeir ógnuðu FH-ingum afar lítið. Valur tapaði baráttunni um miðjuna og sendingafeilarnir ákaflega margir og liðinu gekk ekkert að halda boltanum innan liðsins. Meistararnir voru hreint út sagt lélegir.Glæsilegt mark frá TryggvaFréttablaðið/StefánMarkalaust í leikhléi en aðstæður hjálpuðu svo sem ekki leikmönnum en það var nokkuð hvasst, kalt og rigndi hressilega á köflum. Síðari hálfleikur hófst á svipaðan hátt og sá fyrri. FH reyndi að brjóta niður Valsvörnina og stíflan brast ekki fyrr en rúmlega 25 mínútur voru eftir af leiknum. Þá skoraði Tryggvi glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu og kom FH yfir.Tryggvi lagði síðan upp mark fyrir Matthías áður en hann skoraði aftur beint úr aukaspyrnu en Tryggvi hafði heppnina með sér þar sem boltinn breytti um stefnu á varnarveggnum og Kjartan var varnarlaus.FH-ingar gengu frá leiknum á tólf mínútna kafla og á meðan sat Willum Þór, þjálfari Vals, með hendur í skauti á bekk Vals og gerði ekkert til að breyta gangi mála. Hann skipti ekki inn af bekknum fyrr en leikurinn var búinn en hann hefði átt að skipta mönnum inn miklu fyrr enda leikur liðsins ekki upp á marga fiska.Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn er þar með enn í járnum en Valsmenn hafa misst af lestinni og táknrænt að þeir skyldu endanlega tapa slagnum þar sem þeir unnu titilinn í fyrra.Hundraðasta markiðSeinna mark Tryggva í gær var hans hundraðasta í efstu deild. Hann fagnaði með því að sýna sérhannaðan bol með rómverska tákninu C sem þýðir hundrað.„Ég fór til Valsarans Henson í vikunni og bað hann um að gera þennan bol fyrir mig. Sagði honum að ég myndi skora tvö gegn Val og því yrði bolurinn að vera klár. Hann fór nú bara að hlæja, kallinn," sagði Tryggvi léttur en hann fór ekki í bolinn fyrr en í hálfleik.„Það var markalaust í leikhléi og það gekk ekki. Við urðum að gera eitthvað og því skellti ég mér í bolinn."Tryggvi gerir ráð fyrir að það verði barátta um titilinn fram í lokaumferð.„Keflavík vann líka og mér skilst að þeir hafi verið svolítið heppnir. Það er því bara áframhaldandi barátta og við verðum að vinna alla okkar leiki til að verða meistarar. Það er ekkert flóknara en það," sagði Tryggvi sem hrósaði áhorfendum fyrir að mæta og þá sérstaklega Mafíunni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjá meira