Innlent

Ragnheiður vill að stjórn FME víki með seðlabankastjórninni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að stjórn Fjármálaeftirlitsins víki með bankastjórn og bankaráði Seðlabankans. Hún segir að það geti ekki gengið að fyrrverandi pólitíkus sitji sem stjórnarformaður.

Ragnheiður skrifaði grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Þar segir hún að nú ríki hvorki traust né trúnaður gagnvart seðlabankastjóra né bankaráði Seðlabankans og þess vegna ættu allir sem þar sitja að víkja. Ragnheiður segir í samtali við Vísi að hið sama gildi að sjálfsögðu um Fjármálaeftirlitið.

Hún segist ekki hafa orðið vör við nein viðbrögð frá þingflokki sjálfstæðismanna, en býst við að þau séu misjöfn. Hún segist hins vegar hafa fengið mjög sterk viðbrögð frá grasrót sjálfstæðismanna og þau viðbrögð séu að sjálfsögðu mismunandi. Ragnheiður segist vera að skoða lög um Seðlabanka og stjórnskipulag hans og stöðu. Hún muni svo velta fyrir sér með hvaða hætti hægt sé að vinna hlutina. En hún útilokar að hún muni leggja fram þingmannafrumvarp um Seðlabankann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×