Innlent

Formaður fjárlaganefndar vill lækka laun ríkisbankastjóranna

Sitjandi bankastjórar ríkisbankanna verða þar ekki lengi og stöðurnar verða auglýstar, segir Gunnar Svavarsson formaður fjárlaganefndar. Hann vill lækka laun ríkisbankastjóranna.

Það er óhætt að segja að mörgum finnist laun ríkisbankastjóranna undarleg þar sem þau eru um hálfri milljón hærri en ráðherralaun, eru 1750 þúsund á mánuði á meðan ráðherrar eru með um 990 þúsund að undanskildum forsætisráðherra sem er með 1,1 milljón. Laun Landsbankastjóra fást þó enn ekki gefin upp. Formaður fjárlaganefnar segir brýnt að lækka laun æðstu embættismanna ríkisins rétt eins og einkageirinn hefur þurft að gera.

Hversu mikið getur hann ekki sagt til um. Þá segir Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingar, að afnema eigi hin umdeildu eftirlaunalög hið snarasta. Rætt hefur þó verið um að ríkið yrði þá hugsanlega skaðabótaskylt gagnvart þeim einstaklingum sem þegar hafa öðlast eftirlaunaréttinn. Árni segir að þá eigi að leyfa þeim sem vilja sækja forréttindi sín með dómi, að gera það. Þeir verði þá aðeins sjálfum sér til skammar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×