Erlent

Díoxínmengun í írskum nautgripum

Ólöglegt magn eiturefnisins Díoxíns hefur fundist í nautgripum frá 38 búgörðum á Írlandi, sem borðuðu olíumengað fóður. Magnið af efninu sem fannst í dýrunum er töluvert minna en það sem fannst í þarlendum svínum í síðustu viku, samkvæmt heimildamönnum Sky fréttastofunar.

Meira en 200 sinnum leyfilegt magn díoxíns fannst í svínunum, og var írskt svínakjöt innkalllað í tuttugu og einu landi í kjölfarið. Málið var mikið áfall fyrir svínakjötsiðnaðinn í landinu. Fleiri en 1700 starfsmenn í sláturhúsum og vinnslustöðvum misstu vinnuna fyrstu þrjá dagana eftir að upp komst um mengunina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×