Fótbolti

Villa markakóngur

Elvar Geir Magnússon skrifar
David Villa fagnar einu af fjórum mörkum sínum á Evrópumótinu.
David Villa fagnar einu af fjórum mörkum sínum á Evrópumótinu.

Þrátt fyrir að hafa misst af úrslitaleiknum er David Villa klárlega einn af leikmönnum Evrópumótsins. Villa varð markakóngur á mótinu með fjögur mörk. Þau komu öll í tveimur fyrstu leikjum Spánar á mótinu.

Villa skoraði þrennu gegn Rússlandi og eitt gegn Svíþjóð.

Rússinn Roman Pavlyuchenko, Lukas Podolski hjá Þýskalandi, Hakan Yakin hjá Sviss og Semih Sentürk hjá Tyrklandi skoruðu allir þrjú mörk á mótinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×