Innlent

Ekki ljóst hvað olli bruna að Ásmundarstöðum

Rannsókn hefur ekki enn leitt í ljós hvað olli íkveikju í alifuglabúinu að Ásmundarstöðum í Ásahreppi í Rangárvallasýslu í gærkvöldi með þeim afleiðingum að mörg þúsund fuglar drápust.

 

Að sögn lögreglu var ekki mikill eldur í húsunum og hafði starfsfólki tekist að slökkva hann áður en slökkvilið kom á vettvang, en þá höfðu þúsundir fulga kafnað í reyk og hita. Búið að Ásmundarstöðum er eitt af stærstu alifuglabúum á landinu.-






Fleiri fréttir

Sjá meira


×