Innlent

Helga Sigrún tekur sæti á Alþingi

Helga Sigrún Harðardóttir, nýr þingmaður Framsóknarflokksins.
Helga Sigrún Harðardóttir, nýr þingmaður Framsóknarflokksins.

Helga Sigrún Harðardóttir tók í dag formlega sæti á Alþingi sem þingmaður Framsóknarflokksins í stað Bjarna Harðarsonar sem sagði af sér í morgun.

Helga Sigrún hefur ekki tekið áður sæti á þingi og því var hún látin undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni við upphaf þingfundar eins og aðrir nýir þingmenn. Helga Sigrún verður með þessu áttundi þingmaður Suðurkjördæmis.

Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, tilkynnti við upphaf þingfundar að Bjarni hefði sagt af sér þingmennsku og þakkaði hann honum störf hans á Alþingi og góð kynni. Enn fremur óskaði hann Bjarna og hans fjölskyldu alls hins beta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×