Innlent

Úr Latabæ í Stjórnarráðið

Kristján Kristjánsson.
Kristján Kristjánsson.

Kristján Kristjánsso, hefur verið ráðinn til starfa í forsætisráðuneytinu. Í samtali við blaðamann Vísis sem staddur var í Ráðherrabústaðnum sagði Kristján að ekki væri enn komið á hreint hvaða titil hann myndi bera enda væri hann nýbyrjaður.

Hann sagði þó að hann yrði með aðsetur í Stjórnarráðinu og líklegt verður að teljast að hann eigi að miðla upplýsingum til blaðamanna. Kristján var áður einn af liðsmönnum Kastljóssins og síðar upplýsingafulltrúi FL Group og Latabæjar.

Hann lét af störfum hjá Latabæ í maí og síðan þá hefur hann sinnt ýmsum tilfallandi verkefnum að eigin sögn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×