Lífið

Jessica Alba gæti selt myndirnar af frumburðinum

Leikkonan Jessica Alba, sem eignaðist litla dóttur um helgina, virðist að eigin sögn vera fyrsta stjarnan sem ekki ætlar að selja myndir ar afkvæmum sínum til slúðurpressunnar. „Ég hef ekki fengið nein tilboð um slíkt - sem ég veit um," sagði leikkonan í viðtali við New York Daily News. Þessu eru heimildamenn Msnbc þó ekki sammála.

Síðan hefur eftir innanbúðarmönnum hjá stærstu glanstímaritunum að Alba hafi fengið fjölda tilboða í fyrstu myndirnar af grislingnum. Hún sé meira að segja enn í viðræðum við nokkur tímaritanna. Þar munu Us Weekly, OK! tímaritið og People vera líklegust til að hreppa hnossið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.