Íslenski boltinn

Dramatík í Kaplakrika

Þessi stuðningsmaður Keflavíkur gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir að FH-ingar skoruðu sigurmarkið í dag.
Þessi stuðningsmaður Keflavíkur gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir að FH-ingar skoruðu sigurmarkið í dag. Mynd/E. Stefán

Keflvíkingar voru hársbreidd frá því að gulltryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í Kaplakrika í dag, en baráttuglaðir FH-ingar hafa ekki sagt sitt síðasta eftir 3-2 sigur í dramatískum leik liðanna.

Allt stefndi í sigur heimamanna í FH sem komust í 2-0 eftir markalausan fyrri hálfleik. Ásgeir Gunnar Ásgeirsson og Atli Viðar Björnsson skoruðu mörk FH á 57. og 67. mínútu og fátt benti til þess að Keflvíkingar ættu möguleika á stiginu sem þeir þurftu til að tryggja sér titilinn.

Það breyttist heldur betur Magnús Sverrir Þorsteinsson kom inn sem varamaður á 72. mínútu, en hann jafnaði leikinn fyrir gestina með tveimur mörkum á fjórum mínútum.

Þegar þarna var komið voru Keflvíkingar með pálmann í höndunum, en segir FH-ingar höfðu ekki sagt sitt síðasta.

Atli Viðar Björnsson bætti við öðru marki sínu og sigurmarki FH-inga á síðustu mínútu leiksins og því á FH enn möguleika á titlinum.

Frábær endir á frábærum knattspyrnuleik í Kaplakrika.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×