Innlent

Sektaður um rúmar 14 milljónir fyrir skattalagabrot

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann til að greiða 14,5 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs fyrir meiri háttar skattalagabrot á árunum 2002-2004 og árið 2006.

Þá stóð hann ekki skil á staðgreiðslu opinberra gjalda á tilsettum tíma en gjöldunum hafði hann haldið eftir af launum starfsmanna fyrirtækis hans. Alls var um að ræða rúmlega 7,2 milljónir króna.

Maðurinn játaði brot sitt en hann hafði í fyrra verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða nærri 21 milljón króna í sekt fyrir ýmis skattalagabrot. Var honum því dæmdur hegningarauki við þann dóm nú. Greiði maðurinn ekki sektina skal hann sæta fangelsi í fjóra mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×