Björn væntir þess að samfylkingarmenn átti sig 9. apríl 2008 14:06 Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segist vænta þess að þingmenn Samfylkingarinnar átti sig á því að tillögur hans um breytta skipan hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum séu byggðar á skýrum rökum. Fjölmiðlar hafa flutt af því fregnir að þingmenn Samfylkingarinnar séu mótmæltir tillögum Björns. Hann dregur í efa að þingflokkurinn sé samstiga í málinu og bendir á að samfylkingarmenn í ríkistjórn hafi samþykkt framlagningu frumvarps fjármálaráðherra á tollalögum. Björn segir einnig að tillögur Jóhanns R. Benediktssonar um lausn á þeim vanda sem embættið er í hefðu leitt til uppsagna og uppbrots embættisins. „Breytingarnar á embættinu eiga rót sína í fjárhagsvanda þess," segir Björn í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. „Hann hefur verið langvinnur og nú í ár stefnir að óbreyttu í meira en 200 m. kr. halla. Þetta er með öllu óviðunandi. Tillögur lögreglustjóra um lausn vandans gerðu ráð fyrir uppsögnum starfsfólks og í raun uppbroti embættisins. Ég gat ekki fallist á þær og valdi aðra leið." Björn segir ennfremur að tillaga sín snúist um að laga starfsemi embættisins að skipulagi stjórnarráðsins, „þannig að hvert ráðuneyti beri ábyrgð á sínum efnisþætti starfseminnar og þar með þeim hluta fjármálastjórnar, sem undir hann fellur." Björn væntir þess að Samfylkingarmenn átti sig í málinu. „Ég hef í sjálfu sér ekki heyrt neinar tillögur um annað frá Samfylkingunni eða einstökum þingmönnum hennar heldur hitt, að þeir vilji meiri tíma og betri rök. Þetta eru eðlileg viðbrögð stjórnmálamanna við máli, sem þeir hafa ekki kynnt sér til hlítar.“ „Ég vænti þess, að þingmenn Samfylkingarinnar átti sig á því, eftir að hafa kynnt sér málið, að tillögur mínar byggja á skýrum málefnalegum rökum og eru til þess fallnar að losa embættið út úr hinum stöðugu fjárhagslegu erfiðleikum, sem valda reglulega uppnámi innan þess," segir Björn að lokum. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segist vænta þess að þingmenn Samfylkingarinnar átti sig á því að tillögur hans um breytta skipan hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum séu byggðar á skýrum rökum. Fjölmiðlar hafa flutt af því fregnir að þingmenn Samfylkingarinnar séu mótmæltir tillögum Björns. Hann dregur í efa að þingflokkurinn sé samstiga í málinu og bendir á að samfylkingarmenn í ríkistjórn hafi samþykkt framlagningu frumvarps fjármálaráðherra á tollalögum. Björn segir einnig að tillögur Jóhanns R. Benediktssonar um lausn á þeim vanda sem embættið er í hefðu leitt til uppsagna og uppbrots embættisins. „Breytingarnar á embættinu eiga rót sína í fjárhagsvanda þess," segir Björn í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. „Hann hefur verið langvinnur og nú í ár stefnir að óbreyttu í meira en 200 m. kr. halla. Þetta er með öllu óviðunandi. Tillögur lögreglustjóra um lausn vandans gerðu ráð fyrir uppsögnum starfsfólks og í raun uppbroti embættisins. Ég gat ekki fallist á þær og valdi aðra leið." Björn segir ennfremur að tillaga sín snúist um að laga starfsemi embættisins að skipulagi stjórnarráðsins, „þannig að hvert ráðuneyti beri ábyrgð á sínum efnisþætti starfseminnar og þar með þeim hluta fjármálastjórnar, sem undir hann fellur." Björn væntir þess að Samfylkingarmenn átti sig í málinu. „Ég hef í sjálfu sér ekki heyrt neinar tillögur um annað frá Samfylkingunni eða einstökum þingmönnum hennar heldur hitt, að þeir vilji meiri tíma og betri rök. Þetta eru eðlileg viðbrögð stjórnmálamanna við máli, sem þeir hafa ekki kynnt sér til hlítar.“ „Ég vænti þess, að þingmenn Samfylkingarinnar átti sig á því, eftir að hafa kynnt sér málið, að tillögur mínar byggja á skýrum málefnalegum rökum og eru til þess fallnar að losa embættið út úr hinum stöðugu fjárhagslegu erfiðleikum, sem valda reglulega uppnámi innan þess," segir Björn að lokum.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira