Íslenski boltinn

Upptalning á 10 bestu byrjar í dag

Í dag byrjar Vísir að birta samantektir um þá 10 leikmenn sem fengu flest atkvæði í kosningunni á 10 bestu leikmönnum Íslands frá upphafi.

Lesendur Vísis hafa undanfarið geta kosið úr 20 leikmönnum sem tilnefndir voru af dómnefnd, en þættir helgaðir efninu verða sýndir á Stöð 2 Sport í sumar.

Næstu daga verða birtar samantektir daglega um þá leikmenn sem hlutu flest atkvæði í kosningunni, sem nú er lokið. Athugið að leikmennirnir birtast af handahófi.

Smelltu hér til að fara á síðuna

Stöð 2 Sport 2 mun í samvinnu við KSÍ framleiða sjónvarpsþætti um 10 bestu knattspyrnumenn Íslands frá 1946-2008. Byrjað verður að sýna þættina, sem verða í umsjá Arnars Björnssonar, í maí og mun sýningum ljúka í lok júlí.

Sjö manna dómnefnd valdi tuttugu leikmenn og gat almenningur kosið um það hvaða tíu leikmenn verða þess heiðurs aðnjótandi að fá heilan sjónvarpsþátt um sig.

Í október verður síðan galaveisla þar sem valinn verður besti knattspyrnumaður Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×