Innlent

BHM-félagar vilja allt að 28 prósenta launahækkun

Fólk í Bandalagi háskólamanna telur að laun þess þurfi að hækka um allt að 28 prósent samkvæmt nýrri könnun Capacent. Kynbundinn launamunur meðal félagsmanna er minni en almennt á vinnumarkaði.

Aðalfundur BHM, sem eru samtök 25 stéttarfélaga með rúmlega 10 þúsund félaga, hefst klukkan eitt og verða kjaramál efst á baugi enda aðeins mánuður í að samningar aðildarfélaganna verða lausir.

Síðdegis verður kynnt ný kjarakönnun sem Capacent Gallup vann fyrir bandalagið og þar kemur meðal annars í ljós að félagsmenn telja að laun þeirra þyrftu að hækka um 26-28% til að geta talist sanngjörn.

Munur á meðallaunum kynjanna reyndist vera rúm 13 prósent en sá munur sem eingöngu er hægt að skýra með kyni telst vera 5,7 prósent. Hann er minnstur hjá félagsmönnum 30 ára og yngri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×