Enski boltinn

Meiðsli Vidic ekki alvarleg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nemanja Vidic meiddist í leiknum á þriðjudaginn.
Nemanja Vidic meiddist í leiknum á þriðjudaginn. Nordic Photos / Getty Images
Manchester United hefur staðfest að Nemanja Vidic verði frá næstu tvær til þrjár vikurnar.

Hann meiddist í leik United og Roma á þriðjudagskvöldið og misstir því af síðari viðureign liðanna á Old Trafford í næstu viku.

Vidic missir einnig af leikjum United gegn Middlesbrough og Arsenal í deildinni.

Hann gæti einnig misst af fyrri viðureign United í undanúrslitum Meistaradeildarinnar gegn annað hvort Barcelona og Schalke ef liðið kemst áfram.

Talsmaður United staðfesti að Vidic er ekki með alvarleg meiðsli á hné.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×