Fótbolti

Porto sakað um að hagræða úrslitum leikja

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikirnir umræddu voru á meðan liðið var undir stjórn Jose Mourinho.
Leikirnir umræddu voru á meðan liðið var undir stjórn Jose Mourinho. Nordic Photos / Getty Images

Porto hefur verið sakað um að hafa hagrætt úrslitum tveggja leikja tímabilið 2003-4 er liðið lék undir stjórn Jose Mourinho.

Leikirnir sem um ræðir voru báðir í portúgölsku deildakeppninni, gegn Estrela da Amadora og Beira Mar. Í lok þessa tímabils varð Porto svo Evrópumeistari eftir sigur í Meistaradeild Evrópu.

„Stjórn úrvalsdeildarinnar hefur látið okkur vita af þessum ásökunum og rannsóknum," sagði í yfirlýsingu frá félaginu. Því hefur verið gefið fimm daga frestur til að leggja fram skriflegt svar.

Porto vann Estrela, 2-0, og gerði markalaust jafntefli í hinum leiknum. Ekki var minnst á Mourinho í skýrslu stjórnarinnar.

Porto varð portúgalskur meistari þetta árið og var með átta stiga forskot á Benfica sem varð í öðru sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×