Enski boltinn

Rio Ferdinand vill klára feril sinn á Old Trafford

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rio Ferdinand, leikmaður Manchester United.
Rio Ferdinand, leikmaður Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Rio Ferdinand segist vilja framlengja samning sinn við Manchester United þannig að hann klári feril sinn hjá félaginu.

Ferdinand er 29 ára gamall og á tvö ár eftir af núverandi samningi sínum. Félagið hefur sett sig í samband við umboðsmann Ferdinand en vegna anna hefur ekki tekist að koma á fundi.

„Ég vona að þessi mál verði frágengin í lok tímabilsins, ef ekki fyrr," sagði Ferdinand í samtali við BBC.

Ferdinand segist njóta lífsins hjá United en þar að auki var hann á dögunum fyrirliði enska landsliðsins sem mætti Frökkum í vináttulandsleik. „Það var mikill heiður og vildi auðvitað vera landsliðsfyrirliði áfram. En ég mun ekki missa svefn vegna þessa og held áfram að leggja mig fram hvort sem ég verð valinn fyrirliði eða ekki."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×