Ingibjörg vill skoða tollalækkanir á fugla-og svínakjöti 30. mars 2008 13:29 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar segir að hún telji rétt að skoða þann kost að lækka verulega tolla á innflutt matvæli sem ekki teljast til hefðbundins landbúnaðar, svo sem á fugla- og svínakjöti. Það snertir hag bænda ekki nema óbeint en hefði veruleg áhrif á hag neytenda. Þetta kom fram í ræðu hennar á flokksþingi Samfylkingarinnar sem nú stendur yfir. Hvað efnahagvandann varðar segir Ingibjörg að senda verði skýr skilaboð til þeirra spákaupmanna sem nú gera áhlaup á íslensku bankana að því áhlaupi verði hrundið. „Að við ætlum að verja efnahagskerfi okkar með ráðum og dáð. Það verður ekki sársaukalaust. Það kann að fela í sér umtalsverða lántöku af hálfu ríkissjóðs til að efla gjaldeyrisforða Seðlabankans - jafnvel þó lánamarkaðir séu óhagstæðir - en það kann líka að fela í sér að stýrivextir þurfi að hækka enn meira en þegar er orðið," segir Ingibjörg. „Vel kann að vera að einhverjir einstakir Íslendingar hafi fyllilega unnið fyrir vondu umtali á erlendri grundu og eigi þar fátt gott skilið. En það á ekki við um Ísland í heild og ef bankarnir skaðast er skaðinn okkar allra. Fjármálastofnanirnar eru mikilvægur atvinnuvegur landsmanna sem veita þúsundum atvinnu hér heima og erlendis." Þá segir Ingibjörg að allir þurfi að leggjast á eitt við að sigrast á verðbólgunni. „Það er engan veginn hægt að sætta sig við yfirlýsingar kaupmanna um 20-30% hækkun á matvælaverði eru algjörlega óásættanleg tilraun til að fría sig undan ábyrgum rekstri á samkeppnismarkaði. Við sættum okkur ekki við að menn skapi sér lag til að hækka verð umfram nauðsyn og mun viðskiptaráðherra hitta forsvarsmenn ASÍ og Neytendasamtakanna til að ræða vöktun verðlags af hálfu þessara aðila á þriðjudaginn. Ég tel víst að þeir kaupmenn sem hér um ræðir sjái að sér og vinni með okkur í baráttunni gegn verðbólgu," segir Ingibjörg. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar segir að hún telji rétt að skoða þann kost að lækka verulega tolla á innflutt matvæli sem ekki teljast til hefðbundins landbúnaðar, svo sem á fugla- og svínakjöti. Það snertir hag bænda ekki nema óbeint en hefði veruleg áhrif á hag neytenda. Þetta kom fram í ræðu hennar á flokksþingi Samfylkingarinnar sem nú stendur yfir. Hvað efnahagvandann varðar segir Ingibjörg að senda verði skýr skilaboð til þeirra spákaupmanna sem nú gera áhlaup á íslensku bankana að því áhlaupi verði hrundið. „Að við ætlum að verja efnahagskerfi okkar með ráðum og dáð. Það verður ekki sársaukalaust. Það kann að fela í sér umtalsverða lántöku af hálfu ríkissjóðs til að efla gjaldeyrisforða Seðlabankans - jafnvel þó lánamarkaðir séu óhagstæðir - en það kann líka að fela í sér að stýrivextir þurfi að hækka enn meira en þegar er orðið," segir Ingibjörg. „Vel kann að vera að einhverjir einstakir Íslendingar hafi fyllilega unnið fyrir vondu umtali á erlendri grundu og eigi þar fátt gott skilið. En það á ekki við um Ísland í heild og ef bankarnir skaðast er skaðinn okkar allra. Fjármálastofnanirnar eru mikilvægur atvinnuvegur landsmanna sem veita þúsundum atvinnu hér heima og erlendis." Þá segir Ingibjörg að allir þurfi að leggjast á eitt við að sigrast á verðbólgunni. „Það er engan veginn hægt að sætta sig við yfirlýsingar kaupmanna um 20-30% hækkun á matvælaverði eru algjörlega óásættanleg tilraun til að fría sig undan ábyrgum rekstri á samkeppnismarkaði. Við sættum okkur ekki við að menn skapi sér lag til að hækka verð umfram nauðsyn og mun viðskiptaráðherra hitta forsvarsmenn ASÍ og Neytendasamtakanna til að ræða vöktun verðlags af hálfu þessara aðila á þriðjudaginn. Ég tel víst að þeir kaupmenn sem hér um ræðir sjái að sér og vinni með okkur í baráttunni gegn verðbólgu," segir Ingibjörg.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Sjá meira