Lífið

Blóðsugur halda Demi Moore ungri

Blóðsugurnar virðast virka.
Blóðsugurnar virðast virka.
Demi Moore kann nokkur ráð til að viðhalda æskuljómanum, og það án dropa af vélarsmurningu. Í viðtali hjá David Letterman á dögunum viðurkenndi hin 46 ára gamla leikkona að hún væri afar hrifin af óhefðbundnum yngingarmeðferðum, og hefði reyndar nýlega farið í eina slíka í Sviss.

Meðferðin felst í því að láta blóðsugur sjúga úr sér blóð. Þetta ku vera afar blóðhreinsandi, og allra meina bót. Blóðsugur eiga sér langa sögu í læknisfræði, og notuðu Forn-Egyptar þær til dæmis til að lækna flest sem hrjáði þá. Í nútíma læknavísindum eru þær meðal annars notaðar til að auka blóðblæði þegar reynt er að bjarga afskornum útlimum.

Leikkonan sagði að til að undirbúa sig undir meðferðina hefði hún þurft að raka af sér líkamshár og baða sig í terpentínu. Fyrsta blóðsugan hefði skriðið inn í naflann á sér og fest sig þar. Þar hefði sugan setið að sumbli uns hún var orðin útbelgd af blóði og valt af maganum. Moore bætti því við þetta væru ekki hvaða sóðablóðsugur sem væri, heldur sérþjálfaðar og tandurhreinar læknasugur.

Moore, sem þarf eflaust að hafa sig alla við að halda í við fimmtán árum yngri eiginmanninn, segist þess fullviss að meðferðin virki. Hún ætlar því að fara aftur til Sviss við fyrsta tækifæri og drekka úr sér smá blóð.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.