Drogba tryggði Chelsea sigur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. mars 2008 16:50 Didier Drogba fór úr að ofan er hann fagnaði fyrra markinu sínu og uppskar gult fyrir. Hann hafði þó vit á því að halda sér í treyjunni eftir að hann skoraði seinna markið. Nordic Photos / AFP Didier Drogba skoraði tvívegis og tryggði þar með sínum mönnum í Chelsea sigur eftir að liðið lenti undir gegn Arsenal í dag. Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Bacary Sagna kom Arsenal yfir eftir markalausan fyrri hálfleik en hann meiddist skömmu síðar og þurfti að fara af velli. Það var eftir það sem mörk Drogba komu en hann var reyndar nálægt því að skora þrennu í leiknum. Fyrir vikið er Chelsea komið upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar á kostnað Arsenal og er nú fimm stigum á eftir Manchester United. Arsenal er nú sex stigum á eftir United og hefur ekki unnið leik í deildinni síðan 11. febrúar. Nicolas Anelka þurfti að sætta sig við að byrja á bekknum gegn sínu gamla félagi sem hann varð tvöfaldur meistari með árið 1998. Salomon Kalou var í sókninni með þeim Didier Drogba og Joe Cole. Arsenal stillti upp hefðbundnu liði með þá Adebayor og Robin van Persie fremsta. Leikurinn var mjög hraður og spennandi í fyrri hálfleik en besta færi Chelsea fékk Didier Drogba þegar hann fékk sendingu frá John Terry inn fyrir vörn Arsenal. Hann náði hins vegar ekki að ná valdi á boltanum og eftirleikurinn auðveldur fyrir Manuel Almunia, markvörð Arsenal. Ashley Cole var reyndar næstum búinn að skora sjálfsmark skömmu síðar en Carlo Cudicini bjargaði málunum. Á 39. mínútu fékk Arsenal horn sem lauk með því að Gallas fékk boltann á fjarstöng. Hann náði að slæma fæti í boltann en af honum fór hann í stöngina og út. Heimamenn sóttu stíft síðustu mínúturnar í fyrri hálfleik en allt kom fyrir ekki. Seinni hálfleikur hófst á svipuðum nótum en Arsenal átti fyrsta hálffærið er Cudicini varði frá Flamini. Gestirnir virtust öllu hættulegri en í fyrri hálfleik og þeir uppskáru eftir um stundarfjórðungsleik er Bacary Sagna skallar inn hornspyrnu Cesc Fabregas af afar þröngu færi. Sagna skallaði úr markteigshorninu neðst í markhornið nær. Þetta var fyrsta mark Sagna í enska boltanum enhann þurfti reyndar að fara meiddur af velli aðeins nokkrum mínútum síðar. Didier Drogba hafði ekki látið kveða mikið af sér í leiknum og margir kváðu þegar einn hættulegasti leikmaður Chelsea, Michael Ballack, var tekinn af velli. En Drogba er óneitanlega hættulegur leikmaður og hann skoraði jöfnunarmark Chelsea á 72. mínútu. Varamaðurinn Juliano Belletti átti háa sendingu fram á völlinn þar sem Frank Lampard náði að koma honum á Drogba, reyndar með smá heppni. Drogba var því í kjörstöðu og afgreiddi knöttinn í netið. En Drogba var ekki búinn. Á 81. mínútu kom hár bolti inn á teig, Joe Cole framlengdi hann á Drogba sem sýndi mikla yfirvegun, náði stjórn á boltanum og skoraði af miklu öryggi. Drogba var svo nálægt því að fullkomna þrennuna stuttu síðar en Almunia sá við honum í þetta skiptið. En þar við sat og Chelsea hafði þar með sætaskipti við Arsenal og er nú fimm stigum á eftir Manchester United. Arsenal hefur nú ekki unnið í síðustu fimm leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og aðeins fengið fjögur stig af fimmtán mögulegum í því. Arsenal vann síðast leik í ensku úrvalsdeildinni þann 11. febrúar síðastliðinn er liðið vann Blackburn, 2-0. Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Sjá meira
Didier Drogba skoraði tvívegis og tryggði þar með sínum mönnum í Chelsea sigur eftir að liðið lenti undir gegn Arsenal í dag. Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Bacary Sagna kom Arsenal yfir eftir markalausan fyrri hálfleik en hann meiddist skömmu síðar og þurfti að fara af velli. Það var eftir það sem mörk Drogba komu en hann var reyndar nálægt því að skora þrennu í leiknum. Fyrir vikið er Chelsea komið upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar á kostnað Arsenal og er nú fimm stigum á eftir Manchester United. Arsenal er nú sex stigum á eftir United og hefur ekki unnið leik í deildinni síðan 11. febrúar. Nicolas Anelka þurfti að sætta sig við að byrja á bekknum gegn sínu gamla félagi sem hann varð tvöfaldur meistari með árið 1998. Salomon Kalou var í sókninni með þeim Didier Drogba og Joe Cole. Arsenal stillti upp hefðbundnu liði með þá Adebayor og Robin van Persie fremsta. Leikurinn var mjög hraður og spennandi í fyrri hálfleik en besta færi Chelsea fékk Didier Drogba þegar hann fékk sendingu frá John Terry inn fyrir vörn Arsenal. Hann náði hins vegar ekki að ná valdi á boltanum og eftirleikurinn auðveldur fyrir Manuel Almunia, markvörð Arsenal. Ashley Cole var reyndar næstum búinn að skora sjálfsmark skömmu síðar en Carlo Cudicini bjargaði málunum. Á 39. mínútu fékk Arsenal horn sem lauk með því að Gallas fékk boltann á fjarstöng. Hann náði að slæma fæti í boltann en af honum fór hann í stöngina og út. Heimamenn sóttu stíft síðustu mínúturnar í fyrri hálfleik en allt kom fyrir ekki. Seinni hálfleikur hófst á svipuðum nótum en Arsenal átti fyrsta hálffærið er Cudicini varði frá Flamini. Gestirnir virtust öllu hættulegri en í fyrri hálfleik og þeir uppskáru eftir um stundarfjórðungsleik er Bacary Sagna skallar inn hornspyrnu Cesc Fabregas af afar þröngu færi. Sagna skallaði úr markteigshorninu neðst í markhornið nær. Þetta var fyrsta mark Sagna í enska boltanum enhann þurfti reyndar að fara meiddur af velli aðeins nokkrum mínútum síðar. Didier Drogba hafði ekki látið kveða mikið af sér í leiknum og margir kváðu þegar einn hættulegasti leikmaður Chelsea, Michael Ballack, var tekinn af velli. En Drogba er óneitanlega hættulegur leikmaður og hann skoraði jöfnunarmark Chelsea á 72. mínútu. Varamaðurinn Juliano Belletti átti háa sendingu fram á völlinn þar sem Frank Lampard náði að koma honum á Drogba, reyndar með smá heppni. Drogba var því í kjörstöðu og afgreiddi knöttinn í netið. En Drogba var ekki búinn. Á 81. mínútu kom hár bolti inn á teig, Joe Cole framlengdi hann á Drogba sem sýndi mikla yfirvegun, náði stjórn á boltanum og skoraði af miklu öryggi. Drogba var svo nálægt því að fullkomna þrennuna stuttu síðar en Almunia sá við honum í þetta skiptið. En þar við sat og Chelsea hafði þar með sætaskipti við Arsenal og er nú fimm stigum á eftir Manchester United. Arsenal hefur nú ekki unnið í síðustu fimm leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og aðeins fengið fjögur stig af fimmtán mögulegum í því. Arsenal vann síðast leik í ensku úrvalsdeildinni þann 11. febrúar síðastliðinn er liðið vann Blackburn, 2-0.
Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Sjá meira