Enski boltinn

Edman frá út tímabilið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Erik Edman meiddist illa í gær.
Erik Edman meiddist illa í gær. Nordic Photos / Getty Images
Erik Edman skaddaði krossbönd í hné í leik Wigan og Blackburn í gær og verður frá út tímabilið.

Hann mun gangast undir læknisskoðun í dag en óttast er að hann verði ekki aftur klár fyrr en í október næstkomandi.

Edmann gekk til liðs við Wigan í janúar síðastliðnum en hann lék áður með Tottenham. Steve Bruce, stjóri Wigan, sagði að um mikinn missi væri að ræða.

„Hann hefur verið mjög stöðugur í sínum leik síðan hann kom til okkar. Þegar hann fór af vellinum í gær misstum við ákveðið jafnvægi í vörninni," sagði Bruce.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×