Enski boltinn

Beckham hélt sæti sínu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Beckham, leikmaður LA Galaxy.
David Beckham, leikmaður LA Galaxy. Nordic Photos / Getty Images
David Beckham er einn þeirra 23 sem valdir voru í endanlegan landsliðshóp Englands sem mætir Frakklandi á miðvikudaginn.

Paul Robinson var einnig valinn í landsliðið en hann missti sæti sitt í leik Englands gegn Króatíu í lokaumerð undankeppni EM 2008 í haust.

Hann tekur sæti Scott Carson sem á við meiðsli að stríða.

Matthew Upson á við meiðsli að stríða en þeir Gabriel Agbonlahor, Ashley Young, Shaun Wright-Phillips, David Wheater og Jermain Defoe komust ekki í endanlegan hópinn.

Hópurinn:

Markverðir: David James (Portsmouth), Paul Robinson (Tottenham Hotspur), Chris Kirkland (Wigan Athletic)

Varnarmenn: Wayne Bridge (Chelsea), Wes Brown (Manchester United), Ashley Cole (Chelsea), Rio Ferdinand (Manchester United), Glen Johnson (Portsmouth), Joleon Lescott (Everton), John Terry (Chelsea), Jonathan Woodgate (Tottenham Hotspur)

Miðvallarleikmenn: Steven Gerrard (Liverpool), Gareth Barry (AstonVilla), Owen Hargreaves (Manchester United), Joe Cole (Chelsea), David Bentley (Blackburn Rovers), Frank Lampard (Chelsea), David Beckham (LA Galaxy), Stewart Downing (Middlesbrough)

Sóknarmenn: Michael Owen (Newcastle United), Wayne Rooney (Manchester United), Peter Crouch (Liverpool), Theo Walcott (Arsenal)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×