Fótbolti

Eggert geymdur á bekknum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður Hearts.
Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður Hearts. Mynd/SNS

Eggert Gunnþór Jónsson sat allan tímann á varamannabekk Hearts sem gerði markalaust jafntefli við Falkirk í skosku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Eggert hefur verið í byrjunarliði Hearts í 20 leikjum á tímabilinu og komið inn á sem varamaður í þremur til viðbótar. Leikurinn í dag var því sá sjöundi á tímabilinu þar sem hann kemur ekki við sögu.

Hearts er í sjöunda sæti skosku úrvalsdeildarinnar en Rangers er enn á toppnum með sex stiga forskot á Celtic eftir 2-1 sigur á Hibernian í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×