Allt um leiki dagsins: Loksins sigur hjá Newcastle Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. mars 2008 16:51 Roy Hodgson og Kevin Keegan hafa ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Nordic Photos / Getty Images Newcastle, Reading og Sunderland unnu afar mikilvæga sigra í ensku úrvalsdeildinni en Birmingham, Fulham og Bolton eru í frekar slæmum málum. Newcastle hefur nú fengið fjögur stig úr síðustu tveimur leikjum liðsins og er nú sex stigum frá fallsvæðinu. Birmingham er að sama skapi í vondum málum og er nú í sautjánda sæti aðeins einu stigi fyrir ofan Fulham sem er í fallsæti. Bolton er svo í næstneðsta sæti, þremur stigum á eftir Fulham, eftir markalaust jafntefli við Manchester City í dag. Grétar Rafn Steinsson átti skot í slána strax í upphafi leiksins. André Bikey var hetja Reading í dag en hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri á Birmingham. Newcastle - Fulham 2-0 1-0 Mark Viduka (7.) 2-0 Michael Owen (83.) Kevin Keegan ákvað að stilla upp sama liði og mætti Birmingham á mánudaginn. Annar mikilvægur fallslagur framundan en Newcastle fékk aðeins eitt stig úr leiknum gegn Birmingham. Roy Hodgson tók í sama streng og stillti upp sama liði og vann Everton um síðustu helgi. Fulham ætlaði sér greinilega stóra hluti í leiknum en strax á fyrstu mínútunum átti Jimmy Bullard laglegt skot að marki sem fór rétt yfir. En það voru heimamenn sem voru fyrri til í dag. Geremi kom boltanum á Mark Viduka sem sneri sér laglega á vítateigslínunni og þrumaði knettinum í neðra markhornið. Glæsilegt mark hjá Ástralanum. Michael Owen átti ágæta takta í fyrri hálfleik en hann fékk algjört dauðafæri undir lok fyrri hálfleiks. Geremi átti fyrirgjöfina og Owen fékk frían skalla af stuttu færi. En boltinn fór beint í faðm Kasey Keller. Newcastle hélt áfram að sækja í seinni hálfleik og náði Obafemi Martins að koma knettinum í markið um miðbik hálfleiksins. Hann fylgdi eftir skoti Mark Viduka sem var varið en Viduka var rangstæður. Owen varð svo loksins að ósk sinni og skoraði seinna mark Newcastle með laglegum skalla eftir aukaspyrnu Geremi. Gríðarlega mikilvægur sigur hjá Newcastle staðreynd og sá fyrsti síðan að Kevin Keegan tók við liðinu á nýjan leik í vetur. Paul Jewell, stjóri Derby, gat varla leyft sér að horfa á sína menn.Nordic Photos / Getty ImagesMiddlesbrough - Derby 1-0 1-0 Sanli Tuncay (32.) Boro gerði jafntefli við Arsenal um síðustu helgi en tvær breytingar voru gerðar á byrjunarliðinu. Andrew Taylor kom í stað Robert Huth í vörninni og á miðjunni kom Lee Cattermole í stað Mohamed Shawky. Derby er svo gott sem fallið en liðið gerði eina breytingu á liðinu sem barðist hetjulega gegn Manchester United um síðustu helgi. Andy Todd kom í vörn liðsins í stað Marc Edworthy. Tuncay skoraði eina mark leiksins eftir undirbúning George Boateng. Það var því ljóst að vandræði Derby myndu ekki lagast í dag. Grétar Rafn Steinsson tæklar hér Martin Petrov, leikmann City.Nordic Photos / Getty ImagesBolton - Manchester City 0-0 Kevin Nolan, Ivan Campo og Gary Cahill voru allir í byrjunarliði Bolton á nýjan leik sem þurfti nauðsynlega á sigri að halda gegn City-mönnum. Sven-Göran Eriksson gerði tvær breytingar á sínu liði, Martin Petrov var kominn í byrjunarliðið á nýjan leik eftir að hafa tekið út leikbann og þá tók Darius Vassell stöðu í byrjunarliðinu á kostnað Elano. Grétar Rafn Steinsson var í byrjunarliði Bolton og átti skot í slána á marki City strax í upphafi leiksins. Fátt annað markvert gerðist í fyrri hálfleik en Ricardo Gardner þurfti þó að fara upp á sjúkrahús í hálfleik eftir að hafa brotið rifbein eftir samstuð við Vassell.Ekkert var skorað í síðari hálfleik og niðurstaðan því markalaust jafntefli. Leikmenn Blackburn fagna marki í dag.Nordic Photos / Getty ImagesBlackburn - Wigan 3-11-0 Roque Santa Cruz (11.) 1-1 Marlon King, víti (17.) 2-1 Jason Roberts (45.) 3-1 Roque Santa Cruz (63.) Rautt: Christopher Samba, Blackburn (17.) Brett Emerton er meiddur og kom Zurab Khizanishvili inn í hans stað en það var eina breytingin á liði Blackburn sem tapaði fyrir West Ham í síðasta leik. Hjá Wigan var ein breyting sömuleiðis en Jason Koumas tók út leikbann í leiknum. Kevin Kilbane tók hans stöðu í byrjunarliðinu. Roque Santa Cruz var á sínum stað í framlínu Blackburn og hann var ekki nema rúmar tíu mínútur að stimpla sig inn í leikinn. Chris Kirkland náði ekki að halda skoti David Bentley og Santa Cruz skallaði knöttinn í markið af stuttu færi. En Adam var ekki í paradís. Aðeins nokkrum mínútum síðar braut Christopher Samba á Emile Heskey og uppskar rautt spjald og vítaspyrnudóm fyrir. Marlon King skoraði úr vítinu en þetta var hans fyrsta mark fyrir Wigan. Blackburn var nærri búið að endurheimta forystuna þegar að David Bentley átti skot í stöng beint úr aukaspyrnu. Heimamönnum tókst þó að ná forystunni aftur með marki Jason Roberts í lok fyrri hálfleiks en Roberts er fyrrum leikmaður Wigan. Santa Cruz bætti svo um betur um miðjan seinni hálfleikinn, aftur eftir sendingu frá David Bentley. Þetta var fimmta mark Santa Cruz gegn Wigan á leiktíðinni. Blackburn hafði nú skorað tvö mörk manni færri en það jafnaðist með liðunum þegar að Wilson Palacios fékk sitt annað gula spjald í leiknum fyrir að brjóta á Bentley.Niðurstaðan góður sigur hjá Blackburn þrátt fyrir að hafa verið manni færri lengst af. Ívar Ingimarsson í baráttu við Mikael Forssell.Nordic Photos / AFPReading - Birmingham 2-11-0 André Bikey (31.) 1-1 Mauro Zarate (64.) 2-1 André Bikey (78.) Brynjar Björn Gunnarsson er enn fjarri góðu gamni vegna meiðsla en Ívar Ingimarsson var á sínum stað í hjarta Reading-varnarinnar. Eina breyting Reading var sú að Dave Kitson kom í sókn liðsins á kostnað Shane Long. James McFadden þurfti að gangast undir smávægilega hnéaðgerð og var af þeim sökum ekki með í dag. Mauro Zarate var í sóknarlínu Birmingham við hlið Mikael Forssell í dag. Mike Riley dæmdi leikinn en hann var í eldlínunni í æsilegri viðureign Tottenham og Chelsea á miðvikudaginn. Eftir aðeins stundarfjórðungsleik heimtuðu leikmenn Reading vítaspyrnu eftir að Liam Ridgewell virtist hafa brotið á Kitson. En Riley stóð fastur á sínu og dæmdi ekkert. Stuttu síðar átti Stephen Hunt þrumuskot í stöngina á marki Birmingham og virtist aðeins tímaspursmál hvenær fyrsta mark leiksins myndi koma. Heimamenn þurfti ekki að bíða lengi. Eftir um hálftíma leik tók John Oster aukaspyrnu sem Andre Bikey skallaði í netið án þess að Maik Taylor kæmi vörnum við. Forysta Reading í hálfleik var verðskulduð en gestirnir frá Birmingham gáfust þó ekki upp og náðu að jafna með marki Zarate í seinni hálfleik. Það var Forssell sem gerði vel er hann stóð af sér tæklingu frá Ívari og skilaði boltanum á Zarate sem skoraði af stuttu færi sitt fyrsta mark fyrir Birmingham. En Bikey hafði ekki sagt sitt síðasta í leiknum og skoraði með skalla eftir laglega aukaspyrnu Nickey Shorey.Þar með tryggði hann sínum mönnum afar mikilvægan sigur og Reading stendur vel að vígi í botnbaráttunni. Shaun Maloney reynir hér skot að marki Sunderland.Nordic Photos / Getty ImagesAston Villa - Sunderland 0-1 0-1 Michael Chopra (82.) Olof Mellberg tók út leikbann í liði Aston Villa í dag en Craig Gardner tók hans stöðu í vörninni. Hjá Sunderland var Kenwyne Jones ekki í byrjunarliðinu vegna veikinda en af þeim sem voru í skammarkróknum um síðustu helgi voru þeir Grant Leadbitter, Kieran Richardson og Daryl Murphy komnir í byrjunarliðið á nýjan leik. Sunderland átti mörg hættuleg færi í leiknum og gerðu einnig tilkall í vítaspyrnu í fyrri hálfleik sem þeir fengu ekki og voru afar svekktir með. En eftir mikla þolinmæðisvinnu kom sigurmark leiksins undir lokin er Michael Chopra vippaði boltanum laglega yfir Scott Carson eftir að hafa fengið sendingu frá Richardson.Niðurstaðan sanngjarn og dýrmætur sigur Sunderland. Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Fleiri fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Sjá meira
Newcastle, Reading og Sunderland unnu afar mikilvæga sigra í ensku úrvalsdeildinni en Birmingham, Fulham og Bolton eru í frekar slæmum málum. Newcastle hefur nú fengið fjögur stig úr síðustu tveimur leikjum liðsins og er nú sex stigum frá fallsvæðinu. Birmingham er að sama skapi í vondum málum og er nú í sautjánda sæti aðeins einu stigi fyrir ofan Fulham sem er í fallsæti. Bolton er svo í næstneðsta sæti, þremur stigum á eftir Fulham, eftir markalaust jafntefli við Manchester City í dag. Grétar Rafn Steinsson átti skot í slána strax í upphafi leiksins. André Bikey var hetja Reading í dag en hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri á Birmingham. Newcastle - Fulham 2-0 1-0 Mark Viduka (7.) 2-0 Michael Owen (83.) Kevin Keegan ákvað að stilla upp sama liði og mætti Birmingham á mánudaginn. Annar mikilvægur fallslagur framundan en Newcastle fékk aðeins eitt stig úr leiknum gegn Birmingham. Roy Hodgson tók í sama streng og stillti upp sama liði og vann Everton um síðustu helgi. Fulham ætlaði sér greinilega stóra hluti í leiknum en strax á fyrstu mínútunum átti Jimmy Bullard laglegt skot að marki sem fór rétt yfir. En það voru heimamenn sem voru fyrri til í dag. Geremi kom boltanum á Mark Viduka sem sneri sér laglega á vítateigslínunni og þrumaði knettinum í neðra markhornið. Glæsilegt mark hjá Ástralanum. Michael Owen átti ágæta takta í fyrri hálfleik en hann fékk algjört dauðafæri undir lok fyrri hálfleiks. Geremi átti fyrirgjöfina og Owen fékk frían skalla af stuttu færi. En boltinn fór beint í faðm Kasey Keller. Newcastle hélt áfram að sækja í seinni hálfleik og náði Obafemi Martins að koma knettinum í markið um miðbik hálfleiksins. Hann fylgdi eftir skoti Mark Viduka sem var varið en Viduka var rangstæður. Owen varð svo loksins að ósk sinni og skoraði seinna mark Newcastle með laglegum skalla eftir aukaspyrnu Geremi. Gríðarlega mikilvægur sigur hjá Newcastle staðreynd og sá fyrsti síðan að Kevin Keegan tók við liðinu á nýjan leik í vetur. Paul Jewell, stjóri Derby, gat varla leyft sér að horfa á sína menn.Nordic Photos / Getty ImagesMiddlesbrough - Derby 1-0 1-0 Sanli Tuncay (32.) Boro gerði jafntefli við Arsenal um síðustu helgi en tvær breytingar voru gerðar á byrjunarliðinu. Andrew Taylor kom í stað Robert Huth í vörninni og á miðjunni kom Lee Cattermole í stað Mohamed Shawky. Derby er svo gott sem fallið en liðið gerði eina breytingu á liðinu sem barðist hetjulega gegn Manchester United um síðustu helgi. Andy Todd kom í vörn liðsins í stað Marc Edworthy. Tuncay skoraði eina mark leiksins eftir undirbúning George Boateng. Það var því ljóst að vandræði Derby myndu ekki lagast í dag. Grétar Rafn Steinsson tæklar hér Martin Petrov, leikmann City.Nordic Photos / Getty ImagesBolton - Manchester City 0-0 Kevin Nolan, Ivan Campo og Gary Cahill voru allir í byrjunarliði Bolton á nýjan leik sem þurfti nauðsynlega á sigri að halda gegn City-mönnum. Sven-Göran Eriksson gerði tvær breytingar á sínu liði, Martin Petrov var kominn í byrjunarliðið á nýjan leik eftir að hafa tekið út leikbann og þá tók Darius Vassell stöðu í byrjunarliðinu á kostnað Elano. Grétar Rafn Steinsson var í byrjunarliði Bolton og átti skot í slána á marki City strax í upphafi leiksins. Fátt annað markvert gerðist í fyrri hálfleik en Ricardo Gardner þurfti þó að fara upp á sjúkrahús í hálfleik eftir að hafa brotið rifbein eftir samstuð við Vassell.Ekkert var skorað í síðari hálfleik og niðurstaðan því markalaust jafntefli. Leikmenn Blackburn fagna marki í dag.Nordic Photos / Getty ImagesBlackburn - Wigan 3-11-0 Roque Santa Cruz (11.) 1-1 Marlon King, víti (17.) 2-1 Jason Roberts (45.) 3-1 Roque Santa Cruz (63.) Rautt: Christopher Samba, Blackburn (17.) Brett Emerton er meiddur og kom Zurab Khizanishvili inn í hans stað en það var eina breytingin á liði Blackburn sem tapaði fyrir West Ham í síðasta leik. Hjá Wigan var ein breyting sömuleiðis en Jason Koumas tók út leikbann í leiknum. Kevin Kilbane tók hans stöðu í byrjunarliðinu. Roque Santa Cruz var á sínum stað í framlínu Blackburn og hann var ekki nema rúmar tíu mínútur að stimpla sig inn í leikinn. Chris Kirkland náði ekki að halda skoti David Bentley og Santa Cruz skallaði knöttinn í markið af stuttu færi. En Adam var ekki í paradís. Aðeins nokkrum mínútum síðar braut Christopher Samba á Emile Heskey og uppskar rautt spjald og vítaspyrnudóm fyrir. Marlon King skoraði úr vítinu en þetta var hans fyrsta mark fyrir Wigan. Blackburn var nærri búið að endurheimta forystuna þegar að David Bentley átti skot í stöng beint úr aukaspyrnu. Heimamönnum tókst þó að ná forystunni aftur með marki Jason Roberts í lok fyrri hálfleiks en Roberts er fyrrum leikmaður Wigan. Santa Cruz bætti svo um betur um miðjan seinni hálfleikinn, aftur eftir sendingu frá David Bentley. Þetta var fimmta mark Santa Cruz gegn Wigan á leiktíðinni. Blackburn hafði nú skorað tvö mörk manni færri en það jafnaðist með liðunum þegar að Wilson Palacios fékk sitt annað gula spjald í leiknum fyrir að brjóta á Bentley.Niðurstaðan góður sigur hjá Blackburn þrátt fyrir að hafa verið manni færri lengst af. Ívar Ingimarsson í baráttu við Mikael Forssell.Nordic Photos / AFPReading - Birmingham 2-11-0 André Bikey (31.) 1-1 Mauro Zarate (64.) 2-1 André Bikey (78.) Brynjar Björn Gunnarsson er enn fjarri góðu gamni vegna meiðsla en Ívar Ingimarsson var á sínum stað í hjarta Reading-varnarinnar. Eina breyting Reading var sú að Dave Kitson kom í sókn liðsins á kostnað Shane Long. James McFadden þurfti að gangast undir smávægilega hnéaðgerð og var af þeim sökum ekki með í dag. Mauro Zarate var í sóknarlínu Birmingham við hlið Mikael Forssell í dag. Mike Riley dæmdi leikinn en hann var í eldlínunni í æsilegri viðureign Tottenham og Chelsea á miðvikudaginn. Eftir aðeins stundarfjórðungsleik heimtuðu leikmenn Reading vítaspyrnu eftir að Liam Ridgewell virtist hafa brotið á Kitson. En Riley stóð fastur á sínu og dæmdi ekkert. Stuttu síðar átti Stephen Hunt þrumuskot í stöngina á marki Birmingham og virtist aðeins tímaspursmál hvenær fyrsta mark leiksins myndi koma. Heimamenn þurfti ekki að bíða lengi. Eftir um hálftíma leik tók John Oster aukaspyrnu sem Andre Bikey skallaði í netið án þess að Maik Taylor kæmi vörnum við. Forysta Reading í hálfleik var verðskulduð en gestirnir frá Birmingham gáfust þó ekki upp og náðu að jafna með marki Zarate í seinni hálfleik. Það var Forssell sem gerði vel er hann stóð af sér tæklingu frá Ívari og skilaði boltanum á Zarate sem skoraði af stuttu færi sitt fyrsta mark fyrir Birmingham. En Bikey hafði ekki sagt sitt síðasta í leiknum og skoraði með skalla eftir laglega aukaspyrnu Nickey Shorey.Þar með tryggði hann sínum mönnum afar mikilvægan sigur og Reading stendur vel að vígi í botnbaráttunni. Shaun Maloney reynir hér skot að marki Sunderland.Nordic Photos / Getty ImagesAston Villa - Sunderland 0-1 0-1 Michael Chopra (82.) Olof Mellberg tók út leikbann í liði Aston Villa í dag en Craig Gardner tók hans stöðu í vörninni. Hjá Sunderland var Kenwyne Jones ekki í byrjunarliðinu vegna veikinda en af þeim sem voru í skammarkróknum um síðustu helgi voru þeir Grant Leadbitter, Kieran Richardson og Daryl Murphy komnir í byrjunarliðið á nýjan leik. Sunderland átti mörg hættuleg færi í leiknum og gerðu einnig tilkall í vítaspyrnu í fyrri hálfleik sem þeir fengu ekki og voru afar svekktir með. En eftir mikla þolinmæðisvinnu kom sigurmark leiksins undir lokin er Michael Chopra vippaði boltanum laglega yfir Scott Carson eftir að hafa fengið sendingu frá Richardson.Niðurstaðan sanngjarn og dýrmætur sigur Sunderland.
Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Fleiri fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Sjá meira