Enski boltinn

Cole baðst afsökunar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ashley Cole er hér nýbúinn að brjóta á Hutton.
Ashley Cole er hér nýbúinn að brjóta á Hutton. Nordic Photos / AFP
Ashley Cole hefur beðið þá Alan Hutton, leikmann Tottenham, og Mike Riley, á atviki sem gerðist í leik Chelsea og Tottenham í gær.

Cole tæklaði Hutton fremur harkalega og Riley spjaldaði hann í kjölfarið. Mörgum fannst Cole sýna Riley vanvirðingu þegar hann sneri baki í hann um leið og hann var áminntur.

„Ég vil biðja alla þá sem ég móðgaði með framferði mínu afsökunar og auðvitað Alan Hutton líka. Ég ætlaði ekki að fara svo harkalega í tæklinguna. Ég reyndi að fara í boltann en hann var aðeins of snöggur fyrir mig," sagði Cole við fréttamenn í dag.

„Ég gerði þetta ekki með slæmum ásetningi. Mér gremst það sem fólk er að segja, að ég hafi gert þetta viljandi."

Hann sagði svo einnig að hann ætlaði sér aldrei að vanvirða Riley dómara. „Hlutirnir gerast hratt inn á vellinum en ég veit að þetta er eitthvað sem ég þarf að vinna í og laga."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×