Lífið

Segir fæðingardag tvíburanna þann versta sem hann hefur lifað

Dennis Quaid og eiginkona hans Kimberly Buffington voru gestir í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes í gær þar sem þau ræddu læknamistökin sem urðu þess valdandi að nýfæddir tvíburar þeirra lágu milli heims og helju fyrstu dagana.

Hjónin höfðu lengi reynt að eignast börn, og hafði Kimberly misst fóstur fimm sinnum áður en þau fengu staðgöngumóður til að ganga með tvíburana. Foreldrarnir nýbökuðu voru því í skýjunum þegar börnin fæddust í nóvember, en gleðin varð skammvinn.

„Þetta var skelfilegasti, hræðilegasti dagur sem ég held að við höfum nokkurn tímann upplifað," sagði Dennis, en tíu einingar af blóðþynni sem tvíburunum voru gefnar skömmu eftir fæðinguna urðu fyrir mistök tíu þúsund.

„Blóðið í þeim varð jafn þunnt og vatn, og gat ekki storknað. Þeim var í raun að blæða út," sagði Dennis. „Blóðið lak út gegnum æðaleggi á fótunum á þeim, og gegnum plástra."

Læknamistök hafa að vonum verið leikaranum hugleikin eftir atvikið. Hann segir þau stærra vandamál en eyðni, krabbamein og bílslys, og að verulega skorti á að fólk átti sig á umfangi þeirra. Þá hefur hann hefur höfðað mál á hendur framleiðanda blóðþynningalyfsins fyrir lélegar merkingar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.