Lífið

Mills fær nærri fjóra milljarða vegna skilnaðar

McCartney og Mills ásamt dóttur sinni á meðan allt lék í lyndi.
McCartney og Mills ásamt dóttur sinni á meðan allt lék í lyndi.

Heather Mills, fyrrverandi eiginkonu Bítilsins Sir Pauls McCartney, voru dæmdar 24,3 milljónir punda, jafnvirði um 3,7 milljarða króna vegna skilnaðar þeirra skötuhjúa.

Þeim tókst ekki að semja um greiðslu fyrir dómi í síðasta mánuði og því var það sett í hendur dómara að ákvarða hæfilegar bætur. Sérfróðir menn höfðu spáð því að Mills, sem á fjögurra ára dóttur með McCartney, fengi um níu milljarða en svo reyndist ekki vera.

Mills sagði eftir að dómurinn var kveðinn upp að hún hygðist áfrýja honum, ekki vegna upphæðarinnar heldur vegna þess að upplýsingar sem hún teldi viðkvæmar væru gerðar opinberar með dómnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.