Lífið

Fyrrverandi trommari ABBA lést af slysförum

Hljómsveiti ABBA var gríðarlega vinsæl á áttunda áratug síðustu aldar.
Hljómsveiti ABBA var gríðarlega vinsæl á áttunda áratug síðustu aldar.

Ola Brunkert, fyrrverandi trommari sænsku sveitarinnar ABBA, fannst látinn í húsi sínu á Majorku á Spáni. Frá þessu greinir spænska fréttaveitan EFE.

Þar kemur einnig fram að svo virðist sem hann hafi látist af slysförum en samkvæmt lögreglu leikur grunur á að hann hafi fallið í gegnum glerhurð á heimili sínu og skorist á hálsi og síðan blætt út. Hann fannst í garðinum við húsið.

Ola, sem var 62 ára, starfaði sem djass- og blústrommari í upphafi en sneri sér að popptónlist á sjöunda áratugnum. Samkvæmt upplýsingum um hann á Netinu er hann eini tónlistarmaðurinn utan ABBA-fjórmenninganna sjálfra og bassaleikarans Rutgers Gunnarssonar sem spilaði á öllum plöntum hljómsveitarinnar. Ola hafði lengi búið á Majorku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.