Fótbolti

Árni Gautur til Suður-Afríku

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Árni Gautur í leik með Vålerenga í sumar.
Árni Gautur í leik með Vålerenga í sumar. Mynd/Scanpix

Árni Gautur Arason hefur samið við suður-afríska liðið Thanda Royal Zulu um að leika með félaginu út leiktíðina en þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Árni hefur verið án félags í fjóra mánuði en hann lék síðast með Vålerenga í Noregi. Thanda Royal Zulu er í fjórtánda sæti af sextán liðum í efstu deild í Suður-Afríku en átta umferðir eru eftir af tímabilinu.

Árni gekk árið 1998 til liðs við Rosenborg í Noregi og lék með liðinu í sex tímabil. Eftir það staldraði hann stutt við hjá Manchester City en lék svo með Vålerenga í hálft fjórða tímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×