Lífið

MR sigraði Gettu betur

Sigurlið MR.
Sigurlið MR.

Menntaskólinn í Reykjavík bar sigur úr bítum í Gettu betur eftir æsispennandi bráðabana í lokaviðureign við Menntaskólann á Akureyri.

Þegar þrjár síðustu spurningarnar voru eftir var MR sjö stigum yfir og einungis sjö stig eftir í pottinum. Akureyringar svöruðu tveimur næstu spurningum rétt. Þegar komið var að síðustu spurningunni var staðan orðin 26-23 MR í vil. Síðasta spurningin var svo þríþraut og var spurt um fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna. Menntaskólinn á Akureyri svaraði þeirri spurningu rétt og var því farið í bráðabana.

MR-ingar svöruðu svo tveimur fyrstu spurningunum í bráðabananum rétt og fara því sælir heim með hljóðnemann eftisótta.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.