Innlent

Dæmdur fyrir að hrinda manni þannig að hann handleggsbrotnaði

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að að hafa hrint öðrum manni þannig að hann féll og handleggsbrotnaði.

Atvikið átti sér stað árla dags í byrjun júlí í fyrrasumar á Laugaveginum. Maðurinn játaði brot sitt skýlaust og var litið til þess og einnig þess maðurinn sem ráðist var á var að áreita kærustu árásarmannsins.

Maðurinn var auk fangelsisdómsins dæmdur til að greiða fórnarlambi sínu 150 þúsund í skaðabætur fyrir árásina.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.