Lífið

Owen og Jennifer nýtt par?

Það hitnar í kolunum á milli Jennifer Aniston og Owen Wilson á tökustað nýrrar myndar þeirra, Marley and Me, þar sem þau leika einmitt hjón. Haft eftir samstarfsmönnum þeirra að neistarnir hafi farið að fljúga um leið og þau hittust, og þau láti sér ekki nægja að faðmast og kyssast fyrir framan myndavélarnar.

Skötuhjúin urðu vinir í október, tveimur mánuðum eftir sjálfsmorðstilraun Owens, þegar Jennifer sendi honum uppáhalds bókina sína: „The Power of Now." Þau hafa síðan þá verið í miklu sambandi, og talað reglulega saman í síma.

Sögusagnirnar hljóta að vera Kate Hudson, fyrrverandi kærustu Owens, áhyggjuefni, en sú saga hefur gengið undanfarið að þau séu að taka saman aftur, og hefur hún verið tíður gestur á tökustað.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.