Lífið

Páll Óskar bókaði yfir sig

Það er brjálað að gera hjá Palla þessa dagana.
Það er brjálað að gera hjá Palla þessa dagana. MYND/Valgarður Gíslason
„Ég bókaði yfir mig," segir Páll Óskar Hjálmtýsson, sem getur ekki kvartað undan verkefnaskorti þessa dagana. „Ég rankaði bara við mér þar sem ég var búinn að bóka sex gigg á viku út veturinn."

Næstu ellefu daga er Palli bókaður á tólf stöðum, í fimm bæjum. Hann spilar meðal annars á konukvöldi, klúbbakvöldi á Nasa, í kirkju, á Íslensku tónlistaverðlaununum, er gestakennari í tónlistaskóla, syngur í fermingu og brúðkaupi.

Lætin segir Palli hafa byrjað síðasta sumar, þegar Allt fyrir ástina fór í loftið. Þá byrjaði síminn að hringja og hefur ekki stoppað síðan. „Við skulum bara segja að ég viti hvar ég verð á gamlárskvöld," segir Palli, en meira og minna allar helgar eru fráteknar í spilamennsku út árið.

Árið verður þó ekki allt jafn strembið og dagarnir nú. „Ég massa þetta fram á síðasta vetrardag, og tek síðan bara það lífsnauðsynlegasta," segir Palli, og bætir við að það séu þó ekki margar helgar eftir þegar búið er að telja Eurovision, Gay Pride, menningarnótt, verslunarmannahelgi og álíka viðburði.

Þó brjálað sé að gera í spilamennskunni hafa aðdáendur Palla þó til einhvers að hlakka. Í haust á hann fimmrán ára starfsafmæli, og af því tilefni kemur út tvöföld safnplata með hans bestu lögum, og aukaefni á DVD.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.