Lífið

Einbýlishúsalóð á Arnarnesi til sölu á hálfan milljarð

Andri Ólafsson skrifar

Þetta er ekkert grín. Það er þegar einn erlendur aðili sem hefur lýst áhuga á að kaupa lóðina," segir Arnbjörn Arason fasteignasali hjá Remax en hann hefur umsjón með sölu á 3630 fm eignarlóð í dýrasta einbýlishúsahverfi á Íslandi, Arnarnesinu. Ásett verð er ekkert smáræði, hálfur milljarður.

Í raun er verið að selja tvær eignarlóðir í einum botnlanga. Á lóðunum stendur svo sitt hvort einbýlishúsið. Nú eru tveir eigendur að þessum tveimur einbýslihúsum og meðfylgjandi lóðum en báðir eigendurnir eru tilbúnir til að selja hús sín og lóðir í einu lagi þannig að kaupandi sitji einn að öllu byggingasvæði botnlangans sem húsin standa í.

Hugmyndin er sú að kaupandinn rífi bæði húsin sem nú standa á lóðunum og byggja eitt stórt í staðinn. Þá gæti sá hinn sami búið við meira næði en þekkist í jafn grónu og þéttbýli íbúahverfi og Arnanesið er.

Kaupandinn gæti jafnvel lokað innkeyrslunni að botnlanganum sínum með járnhliði og fengið þannig 35 metra heimkeyrslu að einbýsihúsinu sínu.

Aðspurður hvort líklegt sé að kaupandi finnist að svo dýrri einbýslihúsalóð segir Arinbjörn að svo sé. Einn erlendur kaupandi hafi þegar lýst áhuga. Arinbjörn segir að lóðin sé ætluð þeim sem séu "fjárhagslega sjálfstæðir".

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.