Erlent

Fimm bandarískir hermenn drepnir í Bagdad

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/AP

Fimm bandarískir hermenn létust og þrír særðust þegar sjálfsmorðarárásarmaður sprengdi sig í loft upp í miðborg Bagdad í morgun.

Írakskur túlkur særðist einnig í árásinni eftir því sem segir í tilkynningu frá Bandaríkjaher. Hermennirnir voru á gangi í miðborg Bagdad þegar sjálfsmorðsárásarmaður í sprengjuvesti gekk upp að þeim og sprengdi sig í loft upp.

Árásin er talin vera sú mannskæðasta gegn bandarískum hermönnum í Bagdad í nokkra mánuði.

Fyrr í dag lést Thaer Ghadban al-Karkhi súnníleiðtogi í sjálfsmorðssprengjuárás á heimili sínu nálægt Baquba. Þá sprengdi kona sprengjuvesti sem hún klæddist þegar al-Kharkhi kom til dyra. Súnníleiðtoginn lést ásamt dóttur sinni og tveimur vörðum. Hann var meðlimur samtaka á vegum þingsins um vakningu á meðal araba sem er að mestu stjórnað af súnní múslimum. Samtökin eru í samvinnu við bandaríska herinn gegn al-Kaída í Írak.

Súnní múslimar hafa fengið lof fyrir að hjálpa til við að hemja ofbeldið í Írak á síðustu mánuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×