Reading hoppaði úr fallsæti í það þrettánda Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. mars 2008 16:32 Shane Long fagnar fyrra marki Reading í dag. Nordic Photos / Getty Images Þrír leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liverpool vann öruggan 3-0 sigur á Newcastle og Reading gerði sér lítið fyrir og hoppaði upp um fimm sæti í stöðutöflunni. Reading var í átjánda sæti fyrir leiki dagsins en þökk sé 1-0 sigri liðsins á Manchester City í dag er liðið nú í þrettánda sæti með 28 stig. Reading hoppaði upp fyrir Newcastle sem tapaði enn einum leiknum í dag, í þetta sinn fyrir Liverpool á Anfield, 3-0. Að síðustu náði Fulham að bjarga stigi gegn Blackburn með marki undir lok leiksins. Staða liðsins er þó erfið og þarf liðið nauðsynlega að vinna 2-3 leiki í röð til að bjarga sér frá falli. Steve Harper horfir á eftir boltanum eftir skrautlegt mark Jermaine Pennant.Nordic Photos / Getty Images Liverpool - Newcastle 3-0 1-0 Jermaine Pennant (43.) 2-0 Fernando Torres (45.) 3-0 Steven Gerrard (51.) Javier Mascherano gat ekki leikið með Liverpool í dag vegna meiðsla og þá voru þeir Dirk Kuyt og Ryan Babel hvíldir. Yossi Benayoun, Jermaine Pennant og Lucas Leiva komu í liðið í þeirra stað. Hjá Newcastle var eina breytingin frá síðasta leik liðsins sú að Charles N'Zogbia kom inn í liðið í stað Joey Barton sem má ekki stíga fæti í Liverpool vegna dómsúrskurðar. Michael Owen var í byrjunarliði Newcastle og var vel tekið af stuðningsmönnum Liverpool. Það voru þó heimamenn sem voru mikið mun meira með boltann í upphafi leiksins. Fernando Torres átti snemma ágætt skot að marki sem Steve Harper, markvörður Newcastle, varði vel. Torres var svo aftur á ferðinni undir lok hálfleiksins er hann átti sendingu inn fyrir vörn Newcastle sem Jose Enrique reyndi að hreinsa í innkast. Það tókst ekki betur en svo en að hann skaut í Pennant og af honum fór boltinn yfir Harper og í markið - af ómögulegu færi í þokkabót. Aðeins tveimur mínútum síðar átti Torres laglegan samleik við Steven Gerrard sem endaði með því að Torres fékk boltann í teig Newcastle, lék á Harper og skilaði knettinum í markið. Til að bæta gráu á svart skoraði Gerrard þriðja mark Liverpool snemma í síðari hálfleik. Enn og aftur kom Torres við sögu en hann gaf boltann á Gerrard sem lyfti boltanum yfir Harper markvörð. Gerrard komst svo nálægt því að skora fjórða mark Liverpool skömmu síðar en í þetta sinn sá Harper við honum. Gerrard og Torres voru svo teknir af velli enda mikilvægur leikur hjá Liverpool framundan í Meistaradeildinni en eftir það gerðist lítið í leiknum. Helst var að varamaðurinn Obafemi Martins komst nálægt því að minnka muninn fyrir Newcastle en skot hans af 40 metra færi hafnaði í slánni. Þar við sat og á Newcastle nú á hættu að blandast all verulega í fallbaráttuna en mjótt er á munum eins og stökk Reading sýndi í dag. Liðið er í fjórtánda sæti með 28 stig en öll liðin í 15.-18. sæti eiga leik til góða. Ívar Ingimarsson í baráttu við Michael Johnson.Nordic Photos / Getty Images Reading - Manchester City 2-0 1-0 Shane Long (62.) 2-0 Dave Kitson (88.) Steve Coppell, stjóri Reading, stillti upp sama liði og vann Middlesbrough um síðustu helgin en hjá City var Javier Garrido kominn í stöðu hægri bakvarðar en þetta var fyrsti leikur hans í byrjunarliði City síðan í desember. Ívar Ingimarsson var í byrjunarliði Reading en Brynjar Björn Gunnarsson er enn frá vegna meiðsla. City fékk fyrsta almennilega færið í leiknum er Vedran Corluka skaut yfir af mjög stuttu færi eftir fyrirgjöf Elano. Afar klaufalega gert hjá varnarmanninum. Annar varnarmaður City, Richard Dunne, þurfti svo að vera borinn af velli eftir tæklingu Stephen Hunt en hún skildi eftir sig ljótt sár á fæti Dunne. Þar með átti Sven-Göran Eriksson engan alvöru miðvörð eftir í sínu liði. City-menn vildu svo fá vítaspyrnu er Ívar virtist brjóta á Michael Johnson innan vítateigs en Uriah Rennie, dómari, var ekki á sama máli. Staðan var því markalaus í hálfleik. Reading-menn mættu betur stemmdir til leiks í síðari hálfleik en Andre Bikey átti skot í slána snemma í síðari hálfleik. Aðeins tveimur mínútum síðar kom svo mark er Shane Long skoraði eftir laglegan samleik við Kevin Doyle. Dave Kitson innsiglaði svo sigurinn með laglegu marki undir lok leiksins. Hann fékk boltann á hægri kantinum, lék á nokkra varnarmenn City og kláraði dæmið með laglegu skoti. Þetta var þriðji leikurinn í röð þar sem City-mönnum tekst ekki að skora en liðið er nú í áttunda sæti deildarinnar með 45 stig. Paul Konchesky og David Bentley í barátunni.Nordic Photos / Getty Images Blackburn - Fulham 1-1 1-0 Morten Gamst Pedersen (60) 1-1 Jimmy Bullard (90.) Tugay kom inn í lið Blackburn í stað Brett Emerton en Kasey Keller stóð í marki Fulham í stað Antti Niemi. Leon Andreasen tók svo stöðu Brian McBride í byrjunarliði Fulham. Fyrri hálfleikur var afar tíðindinalítill en fyrsta markverða atvikið í leiknum var markið sem Norðmaðurinn Morten Gamst Pedersen skoraði fyrir heimamenn með skalla eftir fyrirgjöf Jason Roberts. Allt leit út fyrir að Fulham ætlaði að tapa enn einum leiknum en þá skoraði Jimmy Bullard beint úr aukaspyrnu rétt undir lok leiksins. Fulham á þó erfitt verkefni fyrir höndum en liðið er í næstneðsta sæti deildarinnar með 20 stig, sex stigum frá hinu mikilvæga sautjánda sæti deildarinnar. Blackburn fór upp í sjöunda sæti deildarinnar með stiginu og er nú með 46 stig alls. Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liverpool vann öruggan 3-0 sigur á Newcastle og Reading gerði sér lítið fyrir og hoppaði upp um fimm sæti í stöðutöflunni. Reading var í átjánda sæti fyrir leiki dagsins en þökk sé 1-0 sigri liðsins á Manchester City í dag er liðið nú í þrettánda sæti með 28 stig. Reading hoppaði upp fyrir Newcastle sem tapaði enn einum leiknum í dag, í þetta sinn fyrir Liverpool á Anfield, 3-0. Að síðustu náði Fulham að bjarga stigi gegn Blackburn með marki undir lok leiksins. Staða liðsins er þó erfið og þarf liðið nauðsynlega að vinna 2-3 leiki í röð til að bjarga sér frá falli. Steve Harper horfir á eftir boltanum eftir skrautlegt mark Jermaine Pennant.Nordic Photos / Getty Images Liverpool - Newcastle 3-0 1-0 Jermaine Pennant (43.) 2-0 Fernando Torres (45.) 3-0 Steven Gerrard (51.) Javier Mascherano gat ekki leikið með Liverpool í dag vegna meiðsla og þá voru þeir Dirk Kuyt og Ryan Babel hvíldir. Yossi Benayoun, Jermaine Pennant og Lucas Leiva komu í liðið í þeirra stað. Hjá Newcastle var eina breytingin frá síðasta leik liðsins sú að Charles N'Zogbia kom inn í liðið í stað Joey Barton sem má ekki stíga fæti í Liverpool vegna dómsúrskurðar. Michael Owen var í byrjunarliði Newcastle og var vel tekið af stuðningsmönnum Liverpool. Það voru þó heimamenn sem voru mikið mun meira með boltann í upphafi leiksins. Fernando Torres átti snemma ágætt skot að marki sem Steve Harper, markvörður Newcastle, varði vel. Torres var svo aftur á ferðinni undir lok hálfleiksins er hann átti sendingu inn fyrir vörn Newcastle sem Jose Enrique reyndi að hreinsa í innkast. Það tókst ekki betur en svo en að hann skaut í Pennant og af honum fór boltinn yfir Harper og í markið - af ómögulegu færi í þokkabót. Aðeins tveimur mínútum síðar átti Torres laglegan samleik við Steven Gerrard sem endaði með því að Torres fékk boltann í teig Newcastle, lék á Harper og skilaði knettinum í markið. Til að bæta gráu á svart skoraði Gerrard þriðja mark Liverpool snemma í síðari hálfleik. Enn og aftur kom Torres við sögu en hann gaf boltann á Gerrard sem lyfti boltanum yfir Harper markvörð. Gerrard komst svo nálægt því að skora fjórða mark Liverpool skömmu síðar en í þetta sinn sá Harper við honum. Gerrard og Torres voru svo teknir af velli enda mikilvægur leikur hjá Liverpool framundan í Meistaradeildinni en eftir það gerðist lítið í leiknum. Helst var að varamaðurinn Obafemi Martins komst nálægt því að minnka muninn fyrir Newcastle en skot hans af 40 metra færi hafnaði í slánni. Þar við sat og á Newcastle nú á hættu að blandast all verulega í fallbaráttuna en mjótt er á munum eins og stökk Reading sýndi í dag. Liðið er í fjórtánda sæti með 28 stig en öll liðin í 15.-18. sæti eiga leik til góða. Ívar Ingimarsson í baráttu við Michael Johnson.Nordic Photos / Getty Images Reading - Manchester City 2-0 1-0 Shane Long (62.) 2-0 Dave Kitson (88.) Steve Coppell, stjóri Reading, stillti upp sama liði og vann Middlesbrough um síðustu helgin en hjá City var Javier Garrido kominn í stöðu hægri bakvarðar en þetta var fyrsti leikur hans í byrjunarliði City síðan í desember. Ívar Ingimarsson var í byrjunarliði Reading en Brynjar Björn Gunnarsson er enn frá vegna meiðsla. City fékk fyrsta almennilega færið í leiknum er Vedran Corluka skaut yfir af mjög stuttu færi eftir fyrirgjöf Elano. Afar klaufalega gert hjá varnarmanninum. Annar varnarmaður City, Richard Dunne, þurfti svo að vera borinn af velli eftir tæklingu Stephen Hunt en hún skildi eftir sig ljótt sár á fæti Dunne. Þar með átti Sven-Göran Eriksson engan alvöru miðvörð eftir í sínu liði. City-menn vildu svo fá vítaspyrnu er Ívar virtist brjóta á Michael Johnson innan vítateigs en Uriah Rennie, dómari, var ekki á sama máli. Staðan var því markalaus í hálfleik. Reading-menn mættu betur stemmdir til leiks í síðari hálfleik en Andre Bikey átti skot í slána snemma í síðari hálfleik. Aðeins tveimur mínútum síðar kom svo mark er Shane Long skoraði eftir laglegan samleik við Kevin Doyle. Dave Kitson innsiglaði svo sigurinn með laglegu marki undir lok leiksins. Hann fékk boltann á hægri kantinum, lék á nokkra varnarmenn City og kláraði dæmið með laglegu skoti. Þetta var þriðji leikurinn í röð þar sem City-mönnum tekst ekki að skora en liðið er nú í áttunda sæti deildarinnar með 45 stig. Paul Konchesky og David Bentley í barátunni.Nordic Photos / Getty Images Blackburn - Fulham 1-1 1-0 Morten Gamst Pedersen (60) 1-1 Jimmy Bullard (90.) Tugay kom inn í lið Blackburn í stað Brett Emerton en Kasey Keller stóð í marki Fulham í stað Antti Niemi. Leon Andreasen tók svo stöðu Brian McBride í byrjunarliði Fulham. Fyrri hálfleikur var afar tíðindinalítill en fyrsta markverða atvikið í leiknum var markið sem Norðmaðurinn Morten Gamst Pedersen skoraði fyrir heimamenn með skalla eftir fyrirgjöf Jason Roberts. Allt leit út fyrir að Fulham ætlaði að tapa enn einum leiknum en þá skoraði Jimmy Bullard beint úr aukaspyrnu rétt undir lok leiksins. Fulham á þó erfitt verkefni fyrir höndum en liðið er í næstneðsta sæti deildarinnar með 20 stig, sex stigum frá hinu mikilvæga sautjánda sæti deildarinnar. Blackburn fór upp í sjöunda sæti deildarinnar með stiginu og er nú með 46 stig alls.
Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn