Lagið Beutiful með söngkonunni Taylor Dane nýtur nú sívaxandi vinsælda vestanhafs og hefur einnig heyrst nokkuð á íslenskum útvarpsþáttum. Það vita það hins vegar fáir að lagið, sem nú er á topp tíu lista Billboard í flokknum "Club dance play", er samið af Íslendingi. Sá heitir Helgi Már Hübner og er hann höfundur og upptökustjóri lagsins.
Helgi hefur undanfarinn áratug stundað listsköpun sína í Noregi undir listamannsnafninu Hitesh Ceon. Helgi hefur auk samstarfsins við Taylor Dane starfað með fjölda annara "R&B" listamanna og til að mynda lenti lagið "Symphony" sem hann samdi með sönkonunni Charlotte Kelly í þriðja sæti í keppni Billboard um besta "R&B" lagið árið 2007.
Helgi hefur einnig unnið mikið með norskum listamönnum og er lagið "Beggin" sem hann vann með hljómsveitinni Madcon í fimmta sæti á norska vinsældalistanum. Lagið hefur verið 19 vikur á listanum, þar af í 12 vikur í fyrsta sæti. Von er á plötu frá sveitinni en Helgi Már semur þar lögin auk þess að stýra upptökum.
Taylor Dane var mjög vinsæl í Bandaríkjunum á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og hefur hún sellt um 75 milljónir platna og þrívegis verið tilnefnd til Grammy verðlauna. 10 lög hennar hafa náð unn á topp tíu listann í Bandaríkjunum.
Hér er heimasíða Taylor Dane, en þar má hlusta á lagið Beutiful.
Hér er heimasíða Helga, eða Hitesh Ceon.