Enski boltinn

Skurðlæknir Eduardo segir meiðslin hræðileg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eduardo skorar mark fyrir Arsenal gegn Blackburn í desember síðastliðnum.
Eduardo skorar mark fyrir Arsenal gegn Blackburn í desember síðastliðnum. Nordic Photos / Getty Images

Keith Porter, skurðlæknirinn sem framkvæmdi aðgerðina á Króatanum Eduardo eftir meiðsli hans segir að þau hafi verið hræðileg útlits.

„Það sáu allir að þetta voru afar slæm meiðsli. Það eina sem almenningur sá ekki þar sem að sokkurinn var í lagi er að húðin var rifin. Þetta leit hræðilega út."

„Eduardo var mjög þakklátur og góður sjúklingur, ekki síst þar sem hann þjáðist mikið." Porter sagði að ökklinn hafi farið afar illa úr lið auk þess sem hann hafi brákað bein í fætinum.

„Bataferlið hans gengur mjög vel og allt virðist vera í góðu lagi. Ég er handviss um að hann komi til með að spila á nýjan leik en það verður örugglega ekki vandkvæðalaust."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×