Íslenski boltinn

Byrjunarlið Íslands gegn Írlandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Margrét Lára Viðarsdóttir er í byrjunarliði Íslands í dag.
Margrét Lára Viðarsdóttir er í byrjunarliði Íslands í dag. Mynd/Hörður

Ísland mætir í dag Írlandi í sínum öðrum leik á Algarve Cup-mótinu í Portúgal í dag. Byrjunarliðið hefur þegar verið tilkynnt en leikurinn hefst klukkan 16.30 í dag.

Ísland vann 2-0 sigur á Póllandi á miðvikudaginn en þrjár breytingar eru á byrjunarliðinu.

Hallbera Guðný Gísladóttir tekur stöðu vinstri bakvarðar í stað Ástu Árnadóttur. Þá færist Guðný Björk Óðinsdóttir yfir á vinstri kantinn í stað Gretu Mjallar Samúelsdóttur sem á við meiðsli að stríða. Sara Björk Gunnarsdóttir tekur stöðu Guðnýjar á miðjunni.

Þá kemur Erla Steina Arnardóttir á hægri kantinn í staðinn fyrir Dóru Maríu Lárusdóttur.

Írland mætti Portúgal í fyrstu umferð mótsins þar sem heimamenn fóru með sigur af hólmi, 2-0. 

Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir.

Vörn:

Ólína G. Viðarsdóttir

Katrín Jónsdóttir, fyrirliði

Guðrún Sóley Gunnarsdóttir

Hallbera Guðný Gísladóttir

Miðja:

Dóra Stefánsdóttir

Sara Björk Gunnarsdóttir

Edda Garðarsdóttir

Sókn:

Erla Steina Arnardóttir

Margrét Lára Viðarsdóttir

Guðný Björk Óðinsdóttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×