Enski boltinn

Ferguson: Þrjú ár í viðbót

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Það er erftit að sjá fyrir sér Manchester United án Sir Alex Ferguson á hliðarlínunni.
Það er erftit að sjá fyrir sér Manchester United án Sir Alex Ferguson á hliðarlínunni. Nordic Photos / Getty Images

Sir Alex Ferguson býst við því að hann muni halda áfram sem knattspyrnustjóri Manchester United næstu þrjú árin en fara svo á eftirlaun, 69 ára gamall.

Ferguson ákvað á sínum tíma að hann ætlaði að hætta árið 2005 en hætti svo við. Hann segist nú reiðubúinn að halda áfram til 2011 en þá verður hann búinn að starfa hjá Manchester United í aldarfjórðung.

„Ég hef enn mikla ástríðu fyrir starfinu og er hamingjusamur," sagði Ferguson. „En ég er 66 ára gamall. Kannski þrjú ár í viðbót og svo hætti ég."

Hann vildi ekki taka þátt í þeirri umræðu um hver ætti að taka við starfi hans. Fyrrum lærisveinar hans, Mark Hughes, Gordon Strachan og Roy Keane, hafa allir verið orðaðir við starfið.

„Carlos Queiroz er frábær aðstoðarmaður. Ég býst við því að hann komi til greina. En það eru eigendurnir og framkvæmdarstjórinn sem taka þessar ákvörðun eftir þrjú ár."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×