Enski boltinn

Beckham fær líklega tækifæri hjá Capello

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Beckham, leikmaður LA Galaxy.
David Beckham, leikmaður LA Galaxy. Nordic Photos / Getty Images

Fabio Capello segir að sterkar líkur eru á því að David Beckham verði valinn í enska landsliðshópinn sem mætir Frakklandi í París þann 26. mars næstkomandi.

Verði Beckham valinn verður það hans 100. landsleikur en aðeins fjórir leikmenn hafa náð þeim áfanga - Peter Shilton (125), Bobby Moore (108), Bobby Charlton (106) og Billy Wright (105).

Af núverandi leikmönnum liðsins á Michael Owen ágæta möguleika að komast í þennan félagsskap en hann hefur þegar leikið 88 leiki með enska landsliðinu.

Gary Neville á 85 leiki að baki en hann hefur mátt glíma við þrálát meiðsli undanfarna mánuði.

Owen gæti einnig orðið markahæsti leikmaður enska landsliðsins en hann hefur skorað 40 mörk á ferlinum en markahæstur er Bobby Charlton sem skoraði 49 landsliðsmörk á sínum tíma.

„Það eru góðar líkur á því að hann verði valinn," sagði Capello sem valdi ekki Beckham í sinn fyrsta landsliðshóp í síðasta mánuði.

Beckham leikur með LA Galaxy í Bandaríkjunum en tímabilið þar hefst 29. mars næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×