Enski boltinn

Þrenna Torres og þrumufleygur Gerrard komin á Vísi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steven Gerrard og Fernando Torres voru á skotskónum í gær.
Steven Gerrard og Fernando Torres voru á skotskónum í gær. Nordic Photos / Getty Images

Eins og alltaf má sjá mörkin úr ensku úrvalsdeildinni hér á Vísi. Í gær fór fram einn leikur er frestaður leikur Liverpool og West Ham úr 2. umferð deildarinnar fór loksins fram.

Samantektina úr leiknum má sjá hér en Fernando Torres skoraði fyrstu þrjú mörk leiksins og Steven Gerrard innsiglaði svo 4-0 sigur með sannkölluðum þrumufleyg.

Þar með má segja að barátta Liverpool og Everton um fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar sé hafin af fullri alvöru. Liðin hafa nú leikið jafn marga leiki og eru jöfn að stigum, fimm stigum á eftir Chelsea sem er í þriðja sæti og fimm stigum á undan Aston Villa sem er í sjötta sæti.

Liverpool er með betra markahlutfall, 30 mörk í plús en Everton er með 22 mörk í plús.

Þessi lið mætast svo í lok mánaðarins, nánar tiltekið sunnudaginn 30. mars og má gera ráð fyrir að mikið verði undir í þeim leik.

Hér eftir fara þeir leikir sem bæði lið eiga eftir í deildinni:

Liverpool:

Newcastle (h) 8. mars

Reading (h) 15. mars

Manchester United (ú) 23. mars

Everton (h) 30. mars

Arsenal (ú) 5. apríl

Blackburn (h) 13. apríl

Fulham (ú) 19. apríl

Birmingham (ú) 26. apríl

Manchester City (h) 3. maí

Tottenham (ú) 11. maí

Everton:

Sunderland (ú) 9. mars

Fulham (ú) 16. mars

West Ham (h) 22. mars

Liverpool (ú) 30. mars

Derby (h) 6. apríl

Birmingham (ú) 12. apríl

Chelsea (h) 19. apríl

Aston Villa (h) 27. apríl

Arsenal (ú) 3. maí

Newcastle (h) 11. maí




Fleiri fréttir

Sjá meira


×