Lífið

Fáfnismaður trúlofast æskuástinni

„Það er nú kannski best að gera ekkert mikið úr þessu, hafa smá dulúð," segir Fáfnismaðurinn Jón Trausti Lúthersson, sem trúlofaðist á dögunum sinni heittelskuðu, Völu Reynisdóttir. Parið tók nýlega saman aftur eftir fimm ára hlé, en þau eiga tvö börn saman, átta og tíu ára.

„Já, þetta er ný byrjun, maður er að breyta lífi sínu," segir Jón. Aðspurður hvort hann sé ekki bara kominn með vísitölufjölskylduna, hlær Jón og segir nú láta það vera. Fjölskyldan geri það að verkum að maður líti öðruvísi á lífið, en breyti þó ekki því hver maður er.

Eitthvað er í giftingu parsins, en Jón Trausti segir hana ekki standa til fyrr en hann hefur lokið afplánun á fimm mánaða dómi sem hann hlaut í haust. Jón kvíður því þó ekki að fara inn, en hann segir að Hraunið sé uppfullt af yndislegum einstaklingum, bæði samföngum og fangavörðum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.