Enski boltinn

Tímabilið búið hjá Barnes

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Giles Barnes í leik með Derby.
Giles Barnes í leik með Derby. Nordic Photos / Getty Images

Derby hefur orðið fyrir miklu áfalli því miðvallarleikmaðurinn Giles Barnes hefur lokið keppni á tímabilinu vegna hnémeiðsla.

Barnes þykir einn allra efnilegasti leikmaður sem Derby hefur í sínum röðum en hann er nítján ára gamall og meiddist í leiknum gegn Wigan um helgina.

„Þetta er mikið áfall fyrir drenginn. Vonandi kemur hann fyrr til baka en síðar," sagði Paul Jewell, stjóri Derby.

Claude Davis, Tyrone Mears og Danny Mills eru einnig frá út allt tímabilið vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×