Enski boltinn

Fabregas: Getum unnið báðar deildir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fabregas fagnar marki sínu í gær.
Fabregas fagnar marki sínu í gær. Nordic Photos / Getty Images

Cesc Fabregas, leikmaður Arsenal, segir að liðið geti vel unnið bæði ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina en hann skoraði fyrra markið í 2-0 sigri liðsins á AC Milan í gær.

„Við erum á toppi úrvalsdeildarinnar og komnir í fjórðungsúrslit Meistaradeildarinnar," sagði Fabregas. „Við unnum núverandi Evrópumeistari á þeirra heimavelli og því ættum við ekki að geta unnið báðar þessar deildir?"

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, tók í svipaðan streng. „Við munum gera atlögu að titilinum. Við erum komnir í fjórðungsúrslitin og því engin ástæða fyrir því að halda að við getum ekki farið alla leið."

„Úrslit þessa leiks skipta líka miklu máli því við náðum ekki að sýna okkar besta í þeim tveimur leikjum sem voru á dagskrá í úrvalsdeildinni á milli leikjanna við AC Milan. Liðið hafði mjög gott af því að sjá hvað þeir geta gert."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×