Enski boltinn

Paintball bjargaði Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michael Ballack fagnar marki með Chelsea.
Michael Ballack fagnar marki með Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

Michael Ballack segir að ferð sem leikmenn fóru í paintball-skotleikinn hafi bjargað liðsandanum í Chelsea eftir að liðið tapaði fyrir Tottenham í úrslitum deildabikarkeppninnar.

Chelsea vann West Ham um helgina, 4-0, og segir Ballack að það hafi verið gott að koma liðinu aftur á rétta braut eftir tapið fyrir Tottenham.

„Það er aldrei gott að standa sig illa í svo mikilvægum leik. Allir voru frekar niðurlútir og pirraðir en um leið vildu allir fá að sanna sig á nýjan leik."

„John Terry skipulagði því ferðina í paintball. Stundum þarf bara að gera eitthvað aðeins öðruvísi og þó það hafi ekki verið aðalástæðan fyrir sigrinum á West Ham urðum við að gera eitthvað til að hreinsa hugann."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×