Forssell er leikmaður 28. umferðar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. mars 2008 11:08 Mikael Forssell skoraði sína fyrstu þrennu um helgina og fékk vitanlega að eiga boltann. Nordic Photos / Getty Images Finninn Mikael Forssell er leikmaður 28. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar en hann skoraði þrennu fyrir Birmingham í 4-1 sigri liðsins á Tottenham. Smelltu hér til að sjá myndband af Mikael Forsell, leikmanni 28. umferðar í ensku úrvalsdeildinni. Þrenna Forrssell var einkar glæsileg en hann skoraði með skalla, hægri fóti og vinstri fóti. Hann hefur átt við erfið meiðsli að stríða á ferlinum en hann hefur komið við sögu í 20 leikjum Birmingham til þessa á tímabilinu, þar af tólf í byrjunarliðinu. Hann hefur nú alls skorað í þeim sjö mörk. Forssell er fæddur árið 1981 í Þýskalandi en hóf ferill sinn hjá HJK í Finnlandi þar sem hann lék sinn fyrsta deildarleik sextán ára gamall. Hann skoraði einnig grimmt með unglingalandsliðum Finnlands og vakti þar með athygli margra stórliða víða um Evrópu. Hann var sautján ára gamall er hann samdi við Chelsea árið 1998. Þar var hann í sjö ár á samningi en var fimm sinnum á þeim tíma lánaður til annarra félaga. Fyrst tvívegis til Crystal Palace, þá Borussia Mönchengladbach og svo tvívegis til Birmingham. Hann gekk svo formlega til liðs við Birmingham frá Chelsea árið 2005. Hann skoraði fimm mörk með Chelsea í 33 leikjum á ferlinum en hefur skorað 28 mörk í 91 leik fyrir Birmingham. Hann var lánaður til Birmingham tímabilið 2003-4 þar sem hann fór mikinn og skoraði sautján mörk. Hann var aftur lánaður næsta tímabil en meiddist snemma illa á hné. Hann lék aðeins fjóra leiki það tímabilið og náði ekki að skora. Í október árið 2006 meiddist hann svo öðru sinni á hné og var frá í nokkra mánuði. Hann þurfti að gangast undir aðgerð á báðum hnjám og var um tíma óttast að hann þyrfti að leggja skóna á hilluna. Ekki kom til þess og hefur hann hægt og rólega verið að finna sitt gamla form að undanförnu. Það er vonandi að þrennan sem hann skoraði um helgina verði til þess að hann eflist enn fremur. Nafn: Mikael Kaj Forssell Fæddur: 15. mars 1981 í Steinfurt, Þýskalandi. Lið: HJK (1997-1998), Chelsea (1998-2005, lánaður til Crystal Palace, Borussia Mönchengladbach og Birmingham) og Birmingham (2005-) Númer: 9. Lið 28. umferðar í ensku úrvalsdeildinni: Markvörður: Brad Friedel, BlackburnVörn: William Gallas, Arsenal Ricardo Carvalho, Chelsea John Terry, ChelseaMiðja: Owen Hargreaves, Manchester United James Harper, Reading Joe Cole, Chelsea Michael Ballack, Chelsea Sebastian Larsson, BirminghamSókn: Matt Derbyshire, Blackburn Mikael Forssell, Birmingham Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Finninn Mikael Forssell er leikmaður 28. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar en hann skoraði þrennu fyrir Birmingham í 4-1 sigri liðsins á Tottenham. Smelltu hér til að sjá myndband af Mikael Forsell, leikmanni 28. umferðar í ensku úrvalsdeildinni. Þrenna Forrssell var einkar glæsileg en hann skoraði með skalla, hægri fóti og vinstri fóti. Hann hefur átt við erfið meiðsli að stríða á ferlinum en hann hefur komið við sögu í 20 leikjum Birmingham til þessa á tímabilinu, þar af tólf í byrjunarliðinu. Hann hefur nú alls skorað í þeim sjö mörk. Forssell er fæddur árið 1981 í Þýskalandi en hóf ferill sinn hjá HJK í Finnlandi þar sem hann lék sinn fyrsta deildarleik sextán ára gamall. Hann skoraði einnig grimmt með unglingalandsliðum Finnlands og vakti þar með athygli margra stórliða víða um Evrópu. Hann var sautján ára gamall er hann samdi við Chelsea árið 1998. Þar var hann í sjö ár á samningi en var fimm sinnum á þeim tíma lánaður til annarra félaga. Fyrst tvívegis til Crystal Palace, þá Borussia Mönchengladbach og svo tvívegis til Birmingham. Hann gekk svo formlega til liðs við Birmingham frá Chelsea árið 2005. Hann skoraði fimm mörk með Chelsea í 33 leikjum á ferlinum en hefur skorað 28 mörk í 91 leik fyrir Birmingham. Hann var lánaður til Birmingham tímabilið 2003-4 þar sem hann fór mikinn og skoraði sautján mörk. Hann var aftur lánaður næsta tímabil en meiddist snemma illa á hné. Hann lék aðeins fjóra leiki það tímabilið og náði ekki að skora. Í október árið 2006 meiddist hann svo öðru sinni á hné og var frá í nokkra mánuði. Hann þurfti að gangast undir aðgerð á báðum hnjám og var um tíma óttast að hann þyrfti að leggja skóna á hilluna. Ekki kom til þess og hefur hann hægt og rólega verið að finna sitt gamla form að undanförnu. Það er vonandi að þrennan sem hann skoraði um helgina verði til þess að hann eflist enn fremur. Nafn: Mikael Kaj Forssell Fæddur: 15. mars 1981 í Steinfurt, Þýskalandi. Lið: HJK (1997-1998), Chelsea (1998-2005, lánaður til Crystal Palace, Borussia Mönchengladbach og Birmingham) og Birmingham (2005-) Númer: 9. Lið 28. umferðar í ensku úrvalsdeildinni: Markvörður: Brad Friedel, BlackburnVörn: William Gallas, Arsenal Ricardo Carvalho, Chelsea John Terry, ChelseaMiðja: Owen Hargreaves, Manchester United James Harper, Reading Joe Cole, Chelsea Michael Ballack, Chelsea Sebastian Larsson, BirminghamSókn: Matt Derbyshire, Blackburn Mikael Forssell, Birmingham
Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti