Fótbolti

France Football slúðrar um Mourinho

Nordic Photos / Getty Images

Knattspyrnufélagið Lyon í Frakklandi setti sig í samband við Jose Mourinho þegar hann hætti störfum hjá Chelsea og bauð honum að taka við þjálfarastöðunni.

Bernard Lacombe er hægri hönd Jean-Michel Aulas, forseta Lyon og hann greindi frá þessu í samtali við France Football.

"Ég veit að forsetinn hafði samband við Mourinho, en þær viðræður náðu aldrei langt því Mourinho vildi hvíla sig," sagði Lacombe.

Hætt er við því að þessar vangaveltur fari öfugt ofan í Alain Perrin, sem var þá nýorðinn þjálfari hjá Lyon.

France Football er líka með aðra hlið á sögunni sem segir að Mourinho hafi einfaldlega neitað Lyon af því hann hefði þegar tekið tilboði Barcelona um að taka við af Frank Rikjaard á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×