Fótbolti

Hearts steinlá á heimavelli gegn Rangers

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eggert í leik með Hearts.
Eggert í leik með Hearts. Mynd/SNS
Topplið skosku úrvalsdeildarinnar, Glasgow Rangers, vann í kvöld 4-0 stórsigur á Hearts þar sem Eggert Gunnþór Jónsson var í byrjunarliðinu.

Eggert var tekinn af velli á 64. mínútu þegar staðan var orðin 3-0 fyrir Rangeres. Jean-Claude Darcheville skoraði fyrstu tvö mörk leiksins í fyrri hálfleik en Nacho Novo bætti við hinum tveimur í síðari hálfleik.

Novo kom reyndar inn sem varamaður fyrir Darcheville í hálfleik.

Celtic vann 2-1 sigur á Inverness og er í öðru sæti deildarinnar með 61 stig, fjórum stigum á eftir Rangers. Hearts er í áttunda sæti deildarinnar með 33 stig.

Úrslit annarra leikja:

Aberdeen - Motherwell 1-1

Dundee United - St. Mirren 1-1

Falkirk - Hibernian 0-2

Gretna - Kilmarnock 4-2



Fleiri fréttir

Sjá meira


×